Inter fyrst í undanúrslit - Sneijder skoraði Elvar Geir Magnússon skrifar 6. apríl 2010 12:40 Wesley Sneijder fagnar marki sínu. Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Jose Mourinho og hans menn í Inter eru komnir í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Liðið vann CSKA frá Moskvu fyrirhafnarlítið 1-0 í leik sem var að ljúka í Rússlandi. Inter vann fyrri leikinn með sama mun á Ítalíu og kemst því áfram 2-0 samanlagt. Wesley Sneijder skoraði markið í þessum seinni leik strax á sjöttu mínútu og þá var brekkan brött fyrir heimamenn sem þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Snemma í seinni hálfleik missti CSKA mann af velli með rautt spjald og þá var leik í raun lokið. Inter mætir sigurvegaranum úr viðureign Barcelona og Arsenal í undanúrslitunum. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum í Rússlandi og má lesa hana hér að neðan. CSKA Moskva-Inter 0-1 (Samanlagt: 0-2) 0-1 Wesley Sneijder (6.) 90.mín: Leiknum er lokið. Inter kemst áfram í undanúrslitin. Nú þarf Mourinho bara að finna sér sportbar í Moskvu til að sjá hvort hans lið mætir Barcelona eða Arsenal. 75.mín: Þetta hefur verið fyrirhafnarlítið hjá Ítalíumeisturunum. CSKA Moskva veitir litla mótspyrnu og spennan engin. 58.mín: Jose Mourinho er að afreka það að verða fyrsti þjálfarinn sem leiðir þrjú mismunandi lið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Louis van Gaal getur fetað í fótspor hans annað kvöld ef FC Bayern slær út Manchester United. 50.mín: Ef þetta var erfitt áður þá er þetta ómögulegt fyrir heimamenn núna. Chidi Odiah fékk rautt spjald hér í upphafi seinni hálfleiks, fékk sitt annað gula spjald og ætti að vera að skrúfa frá sturtunni núna. Hárrétt hjá franska dómaranum og Moskvumenn því tíu gegn ellefu. 45.mín: Kominn er hálfleikur í Moskvu. Ekkert sem bendir til þess að heimamenn séu að fara að skora þrjú mörk í þessum leik. Þeir hafa mikið reynt langskot en minna verið í því að hitta á markið. 25.mín: Inter ræður ferðinni. Rússarnir þurfa þrjú mörk til að komast áfram. Ansi brött brekka fyrir þá og allt útlit fyrir að Inter verði fyrst liða í undanúrslitin. Þessu einvígi virðist einfaldlega vera lokið. 6.mín: MARK! Inter skorar fyrsta markið í Moskvu. Það gerði Sneijder beint úr aukaspyrnu. Skotið fór beint á markið en Akinfeev í marki heimamanna ekki á tánum, illa gert hjá honum. Ljóst er að þessi leikur fer ekki í framlengingu. 1.mín: Leikurinn er hafinn. Leikið er á Luznikhi-vellinum í Moskvu en sá völlur er með gervigrasi sem er ekki vinsælt hjá ítalska liðinu. Dómari er Stephane Lannoy frá Frakklandi. Byrjunarlið CSKA: Akinfeev, Semberas, Ignashevich, Berezutsky, Berezutsky, Shchennikov, Dzagoev, Mamaev, Gonzalez, Honda, Necid. (Varamenn: Zhemchugov, Nababkin, Odiah, Piliev, Rahimic, Oliseh, Guilherme) Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Maicon, Samuel, Stankovic, Sneijder, Cambiasso, Eto'o, Milito, Pandev. (Varamenn: Orlandoni, Cordoba, Materazzi, Chivu, Quaresma, Muntari, Balotelli)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira