Reyndi fjársvik í Landsbankanum, dæmdur í fangelsi 12. maí 2010 15:14 Breska lögreglan upplýsti starfsmenn Landsbankans, sem fóru frá Reykjavík til London til að hitta Guestyn, að seðlarnir væru falskir og að starfsmennirnir ættu að hafa varan á sér. Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005. Guestyn hafði reynt svipuð fjársvik árið 2002 í breskum banka en þau fólust í því að hann kvaðst hafa undir höndum svokallaða silfurseðla í dollurum (silver certificates) sem Bandaríkjastjórn gaf út á fyrrihluta síðustu aldar og vildi selja þá eða nota sem veð fyrir láni. Í frétt um málið í Daily Mail segir að Guestyn hafi haft samband við bankastjóra Landsbankans með tölvupósti þar sem hann lýsti áhuga sínum á að leggja 70 milljónir dollara inn á reikning í bankanum. Í tölvupóstinum segir hann að þetta væri einka- og trúnaðarmál. Féið hefði hann fengið frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna og að FBI hefði staðfest yfirfærslu á því. Jafnframt sendi hann mynd af silfurseðli. Breska lögreglan upplýsti starfsmenn Landsbankans, sem fóru frá Reykjavík til London til að hitta Guestyn, að seðlarnir væru falskir og að starfsmennirnir ættu að hafa varan á sér. Á fundinum gat Gyestyn ekki gert frekari grein fyrir seðlunum að öðru leyti að um leynileg viðskipti hafi verið að ræða bæði í Bandaríkjunum og í Kína. Á næstu dögum reyndi Guestyn að fá lán frá Landsbankanum upp á fyrrgreinda upphæð með seðlana sem veð. Íslensk yfirvöld kærðu manninn og hann var handtekinn á heimili sínu í East Sussex. Guestyn var síðan látinn laus gegn tryggingu meðan á dómsmeðferð stóð. Hann reyndi svo sama leikinn í fyrra við banka í The City og þá var upphæðin sem hann reyndi að svíkja út komin upp í tæpan milljarð dollara. Þá var hann handtekinn á ný og hefur nú verið dæmdur. Það athyglisverða við málið er að Guestyn sagði að hver seðill sem hann hefði undir höndum væri milljón dollara virði. Hinsvegar voru engin slíkir seðlar gefnir út og hámarksupphæð á þeim var 1.000 dollarar. Þar að auki hætti Bandaríkjastjórn að gefa þessa seðla út árið 1969. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005. Guestyn hafði reynt svipuð fjársvik árið 2002 í breskum banka en þau fólust í því að hann kvaðst hafa undir höndum svokallaða silfurseðla í dollurum (silver certificates) sem Bandaríkjastjórn gaf út á fyrrihluta síðustu aldar og vildi selja þá eða nota sem veð fyrir láni. Í frétt um málið í Daily Mail segir að Guestyn hafi haft samband við bankastjóra Landsbankans með tölvupósti þar sem hann lýsti áhuga sínum á að leggja 70 milljónir dollara inn á reikning í bankanum. Í tölvupóstinum segir hann að þetta væri einka- og trúnaðarmál. Féið hefði hann fengið frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna og að FBI hefði staðfest yfirfærslu á því. Jafnframt sendi hann mynd af silfurseðli. Breska lögreglan upplýsti starfsmenn Landsbankans, sem fóru frá Reykjavík til London til að hitta Guestyn, að seðlarnir væru falskir og að starfsmennirnir ættu að hafa varan á sér. Á fundinum gat Gyestyn ekki gert frekari grein fyrir seðlunum að öðru leyti að um leynileg viðskipti hafi verið að ræða bæði í Bandaríkjunum og í Kína. Á næstu dögum reyndi Guestyn að fá lán frá Landsbankanum upp á fyrrgreinda upphæð með seðlana sem veð. Íslensk yfirvöld kærðu manninn og hann var handtekinn á heimili sínu í East Sussex. Guestyn var síðan látinn laus gegn tryggingu meðan á dómsmeðferð stóð. Hann reyndi svo sama leikinn í fyrra við banka í The City og þá var upphæðin sem hann reyndi að svíkja út komin upp í tæpan milljarð dollara. Þá var hann handtekinn á ný og hefur nú verið dæmdur. Það athyglisverða við málið er að Guestyn sagði að hver seðill sem hann hefði undir höndum væri milljón dollara virði. Hinsvegar voru engin slíkir seðlar gefnir út og hámarksupphæð á þeim var 1.000 dollarar. Þar að auki hætti Bandaríkjastjórn að gefa þessa seðla út árið 1969.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira