Íslenskt smjör og skyr: „I love it“ Guðni Ágústsson skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Engum Íslendingi blandast hugur um að gæði matvæla frá íslenskum bændum eru einstök. Engum blandast heldur hugur um að sérstaða hvort sem um er að ræða mjólkurvörur eða kjöt er mikil, hvað varðar öryggi neytenda, hollustu eða bragðgæði. Enda viðurkenna neytendur okkar íslenskan landbúnað, engir bændur eiga sér jafn tryggan heimamarkað og þakkláta viðskiptavini. Í skoðanakönnun síðasta vetur svöruðu 96% landsmanna því játandi að þeir teldu að það skipti miklu að landbúnaðurinn í landinu héldi velli og væri stundaður áfram. Þá á ég við þá sem svöruðu að það skipti öllu máli, mjög miklu máli eða frekar miklu máli. Sama niðurstaða kom fram, eða 96% þeirra sem spurðir voru í þessari könnun, hvort það skipti máli fyrir Ísland að vera ekki öðrum þjóðum háð með landbúnaðarafurðir. Jafnframt vakti athygli sá mikli stuðningur við að ríkið styddi við landbúnaðarframleiðsluna en um 77% aðspurða voru þeirrar skoðunar. Sannarlega er mikil ánægja með það holla matarborð sem bændurnir skila í gegnum sínar iðnaðarstöðvar inn í hvert eldhús. Nýjungar og vöruþróun mjólkuriðnaðarins er mikil og hefur ekkert gefið eftir í erfiðleikum þjóðarinnar síðustu misseri. Jafnframt skiptir fjölskyldan á bóndabýlinu miklu máli í vinskap neytandans og ekki síður þegar farið er um landið. Smjörklípa til USAOft finnst mér að þessum lífsgæðum sé ekki mikið hampað í umræðunni. Við eigum auðlindir til lands og sjávar sem skila okkur einstökum lífsgæðum í gegnum starf bóndans og sjómannsins. Alltaf vekur það svo ánægju og eflir stolt okkar þegar gestir okkar erlendis frá lýsa einstakri hrifningu á Íslandi eða matnum frá okkur. Þessu eigum við að venjast með fiskinn, en í vaxandi mæli með lambakjötið sem bestu villibráðina og mjólkurvörurnar eru lofsamaðar víða erlendis ekki síst skyr og smjör. Eitt kvöldið sem oftar horfði ég á Ísland í dag á Stöð tvö. Þar var fréttamaðurinn kominn til Parísar að ræða við heimsfræga leikara, einn þeirra leikur stórt hlutverk í „facebook“-kvikmynd, Jesse Eisenberg að nafni – ungur strákur og brattur. Leikarinn sneri allt í einu hlutverkunum við og tók að spyrja Íslendinginn spurninga og þar á meðal að hann hefði sannfrétt, að á Íslandi væri framleitt besta smjör heimsins! Hann bað Sindra Sindrason fréttamann að senda sér smjörklípu til Bandaríkjanna, fiskisagan flýgur. Íslenskt smjör vekur nefnilega mikla athygli. Það er mjúkt og gult á litinn, ólíkt öllu öðru smjöri og einnig að efnasamsetningu. Og það er talið hollara. Meistarakokkar heimsins hafa útnefnt smjörið okkar besta smjörið í veröldinni, stundum kemur frægðin að utan. Skyrið fer sigurförÞað sama á við um skyrið, þekkingu sem Íslendingar hafa varðveitt í ellefu hundruð ár og þykir lostæti, t.d. í hinum dýru hágæða búðum Bandaríkjanna Whole-Foods ásamt smjörinu, ostunum, lambakjötinu, bleikjunni og súkkulaðinu góða frá Nóa Síríus, þeir nota nefnilega íslensku mjólkina í góðgætið. Bandaríkjamennirnir segja „I love it“. Þeir kunna að meta gæðin frá íslenska bóndanum eins og við. Enn fremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Það er stórt nafn Hákot og þeim þykir það merkilegt mörgum í Evrópu að íslenskur landbúnaður sé kominn inn í þessar búðir og starf bóndans á Íslandi sé dásamað þar. Allt þetta stafar af því að við rekum sjálfbær fjölskyldubú, förum vel með dýrin og landið. ESB-löndin vilja ólm styrkja sín landbúnaðarviðskipti í Bandaríkjunum ekki síst til að fá dollara og styrkja þannig sinn gjaldmiðil, evruna. Við kunnum vonandi enn betur á síðustu og erfiðustu tímum að meta það öryggi að eiga okkar landbúnað sjálf. Í dag hefði skort gjaldeyri hefði verið dregið úr framleiðslu landbúnaðarvara hér og þurft að flytja inn mjólkurvörur og kjöt eins og hávær krafa var um af hálfu ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Bændurnir okkar, í gegnum mjólkur- og kjötiðnaðinn, skapa þúsundum manna vinnu. Við eigum að verja þessi störf og þakka mjög framsækinn matvælaiðnað sem stenst alla samkeppni og er í fremstu röð hvar sem meistarakokkar koma saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Engum Íslendingi blandast hugur um að gæði matvæla frá íslenskum bændum eru einstök. Engum blandast heldur hugur um að sérstaða hvort sem um er að ræða mjólkurvörur eða kjöt er mikil, hvað varðar öryggi neytenda, hollustu eða bragðgæði. Enda viðurkenna neytendur okkar íslenskan landbúnað, engir bændur eiga sér jafn tryggan heimamarkað og þakkláta viðskiptavini. Í skoðanakönnun síðasta vetur svöruðu 96% landsmanna því játandi að þeir teldu að það skipti miklu að landbúnaðurinn í landinu héldi velli og væri stundaður áfram. Þá á ég við þá sem svöruðu að það skipti öllu máli, mjög miklu máli eða frekar miklu máli. Sama niðurstaða kom fram, eða 96% þeirra sem spurðir voru í þessari könnun, hvort það skipti máli fyrir Ísland að vera ekki öðrum þjóðum háð með landbúnaðarafurðir. Jafnframt vakti athygli sá mikli stuðningur við að ríkið styddi við landbúnaðarframleiðsluna en um 77% aðspurða voru þeirrar skoðunar. Sannarlega er mikil ánægja með það holla matarborð sem bændurnir skila í gegnum sínar iðnaðarstöðvar inn í hvert eldhús. Nýjungar og vöruþróun mjólkuriðnaðarins er mikil og hefur ekkert gefið eftir í erfiðleikum þjóðarinnar síðustu misseri. Jafnframt skiptir fjölskyldan á bóndabýlinu miklu máli í vinskap neytandans og ekki síður þegar farið er um landið. Smjörklípa til USAOft finnst mér að þessum lífsgæðum sé ekki mikið hampað í umræðunni. Við eigum auðlindir til lands og sjávar sem skila okkur einstökum lífsgæðum í gegnum starf bóndans og sjómannsins. Alltaf vekur það svo ánægju og eflir stolt okkar þegar gestir okkar erlendis frá lýsa einstakri hrifningu á Íslandi eða matnum frá okkur. Þessu eigum við að venjast með fiskinn, en í vaxandi mæli með lambakjötið sem bestu villibráðina og mjólkurvörurnar eru lofsamaðar víða erlendis ekki síst skyr og smjör. Eitt kvöldið sem oftar horfði ég á Ísland í dag á Stöð tvö. Þar var fréttamaðurinn kominn til Parísar að ræða við heimsfræga leikara, einn þeirra leikur stórt hlutverk í „facebook“-kvikmynd, Jesse Eisenberg að nafni – ungur strákur og brattur. Leikarinn sneri allt í einu hlutverkunum við og tók að spyrja Íslendinginn spurninga og þar á meðal að hann hefði sannfrétt, að á Íslandi væri framleitt besta smjör heimsins! Hann bað Sindra Sindrason fréttamann að senda sér smjörklípu til Bandaríkjanna, fiskisagan flýgur. Íslenskt smjör vekur nefnilega mikla athygli. Það er mjúkt og gult á litinn, ólíkt öllu öðru smjöri og einnig að efnasamsetningu. Og það er talið hollara. Meistarakokkar heimsins hafa útnefnt smjörið okkar besta smjörið í veröldinni, stundum kemur frægðin að utan. Skyrið fer sigurförÞað sama á við um skyrið, þekkingu sem Íslendingar hafa varðveitt í ellefu hundruð ár og þykir lostæti, t.d. í hinum dýru hágæða búðum Bandaríkjanna Whole-Foods ásamt smjörinu, ostunum, lambakjötinu, bleikjunni og súkkulaðinu góða frá Nóa Síríus, þeir nota nefnilega íslensku mjólkina í góðgætið. Bandaríkjamennirnir segja „I love it“. Þeir kunna að meta gæðin frá íslenska bóndanum eins og við. Enn fremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Það er stórt nafn Hákot og þeim þykir það merkilegt mörgum í Evrópu að íslenskur landbúnaður sé kominn inn í þessar búðir og starf bóndans á Íslandi sé dásamað þar. Allt þetta stafar af því að við rekum sjálfbær fjölskyldubú, förum vel með dýrin og landið. ESB-löndin vilja ólm styrkja sín landbúnaðarviðskipti í Bandaríkjunum ekki síst til að fá dollara og styrkja þannig sinn gjaldmiðil, evruna. Við kunnum vonandi enn betur á síðustu og erfiðustu tímum að meta það öryggi að eiga okkar landbúnað sjálf. Í dag hefði skort gjaldeyri hefði verið dregið úr framleiðslu landbúnaðarvara hér og þurft að flytja inn mjólkurvörur og kjöt eins og hávær krafa var um af hálfu ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Bændurnir okkar, í gegnum mjólkur- og kjötiðnaðinn, skapa þúsundum manna vinnu. Við eigum að verja þessi störf og þakka mjög framsækinn matvælaiðnað sem stenst alla samkeppni og er í fremstu röð hvar sem meistarakokkar koma saman.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun