Ættleiðingar á eigin vegum til skoðunar magnusl@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 05:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skoðar milliliðalausar ættleiðingar. Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Dóms- og mannréttindamálaráðuneytið hefur óskað eftir skýrslu frá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni þar sem skoðað verður hvort ástæða sé til að leyfa ættleiðingar án aðkomu félaga. Niðurstaða skal liggja fyrir ekki síðar en í október 2010. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að ef leyft væri að ættleiða á eigin vegum á Íslandi yrðu 40 til 50 börn ættleidd hingað á ári en að undanfarin fjögur ár hafi þau að jafnaði verið þrettán. „Sum ríki vilja ekki skipta við félög, til dæmis mörg ríki í Afríku þar sem slíkt er litið hornauga, mögulega vegna sögu álfunnar í tengslum við þrælahald og slíkt," segir Hörður. „Það eru rösklega hundrað pör að bíða eftir ættleiðingu og sum hver hafa beðið á fimmta ár. Það eru líka um þrjátíu einhleypir á biðlista," sagði Hörður og bætti því við að ættleiðingar án aðkomu félags væru besta lausnin fyrir þetta fólk. Ættleiðingar til Íslands taka mið af Haag-samningnum svokallaða um ættleiðingar. Í samningnum er svigrúm til þess að leyfa fólki að ættleiða án þess að það fari í gegnum félag þar sem sum ríki vilja ekki skipta við félög. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurðist fyrir um þetta mál á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Í svari Rögnu Árnadóttur kom fram að ekki væri hægt að heimila ættleiðingar á eigin vegum nema til skipulagsbreytingar kæmi. „Þá þyrfti ráðuneytið að taka að sér það eftirlit sem nú er á höndum ættleiðingarfélaganna. Fjölga þyrfti þeim starfsmönnum í ráðuneytinu sem ættu að sinna ættleiðingum, auk þess sem laga- eða reglugerðarbreytingar yrðu óhjákvæmilegar," sagði Ragna. Aðspurð sagði Ragna að þetta mál hefði ekki verið tekið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Ragna sagði að það væri mikill þrýstingur á stjórnvöld að breyta sinni framkvæmd en bætti við: „Fyrir grundvallarkerfisbreytingu tel ég að það þurfi að liggja fyrir úttekt á borð við þá sem ég hef beðið um. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir þarf að taka afstöðu til þess en engar ákvarðanir á að taka að óathuguðu máli." Ragna segist leggja áherslu á að stjórnvöld séu reiðubúin til að aðstoða ættleiðingarfélögin við að koma sér upp nýjum samböndum til að fjölga ættleiðingum og minnti á að í vetur var gildistími forsamþykkis lengdur þannig að aldurshámarkið á Íslandi er nú töluvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum.
Innlent Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira