Flokksvél Sjálfstæðisflokksins opnuð Svavar Gestsson skrifar 23. nóvember 2010 06:15 Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhannesson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokksvél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að litast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Á vinnustöðum var öflugt trúnaðarmannakerfi og sama ár átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum í Reykjavík. Þetta ár hafa íbúar Reykjavíkur sennilega verið rétt um 70 þúsund talsins. Þegar kom fram undir 1980 töldu menn í Sjálfstæðisflokknum að þetta kerfi væri gagnslaust en ekki allir: „Sumir vildu leggja þær (merkingarnar) niður en aðrir mölduðu í móinn, meðal annars með þeim rökum að „oft er leitað til flokksskrifstofunnar varðandi upplýsingar (atvinnurk o fl)." Mega það teljast athyglisverð orð." Segir Guðni. Með öðrum orðum, atvinnurekendur hringdu í Sjálfstæðisflokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling í vinnu. Við ráðningar hjá hernum gilti formúlan 4-4-2, segir í bókinni, það er 4 frá íhaldinu, 4 frá framsókn og 2 kratar. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins var ógnarsterk. Hún skipulagði ekki aðeins atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líka Alþýðuflokkinn svo hann lifði af: Gunnar Thoroddsen skipulagði á laun, væntanlega í samráði við forystusveit flokksins, að allstór hópur sjálfstæðismanna kysi Alþýðuflokkinn í sumarkosningunum 1959. Reyndin varð sú að í Reykjavík fær hann nær 2.000 fleiri atkvæði en í bæjarstjórnarkosningunum árið áður. Gylfi Þ. Gíslason hlaut kosningu og varð eini kjördæmakjörni þingmaðurinn í sínum flokki. Og fyrir kosningarnar 1958 handsalar Gunnar við Magnús Ástmarsson að hann yrði til taks í nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars - ef þyrfti. Sem þurfti svo ekki af því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk tíu menn en sósíalistar kölluðu Magnús samt alltaf Magnús ellefta. Á laun lét Bjarni Benediktsson skipuleggja um þúsund manna lið traustra sjálfstæðismanna sem gætu myndað órofa vegg á Reykjavíkur(?)- flugvellinum og þannig komið í veg fyrir að verkfallsverðir trufluðu flugferðir: Löglega boðað verkfall átti að brjóta á bak aftur með ólöglegu liði. Þetta eru upplýsingar um ógnartíð kalda stríðsins. Það þarf að skrifa meira um þessa tíma. En Guðni á þakkir skildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhannesson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokksvél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að litast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Á vinnustöðum var öflugt trúnaðarmannakerfi og sama ár átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum í Reykjavík. Þetta ár hafa íbúar Reykjavíkur sennilega verið rétt um 70 þúsund talsins. Þegar kom fram undir 1980 töldu menn í Sjálfstæðisflokknum að þetta kerfi væri gagnslaust en ekki allir: „Sumir vildu leggja þær (merkingarnar) niður en aðrir mölduðu í móinn, meðal annars með þeim rökum að „oft er leitað til flokksskrifstofunnar varðandi upplýsingar (atvinnurk o fl)." Mega það teljast athyglisverð orð." Segir Guðni. Með öðrum orðum, atvinnurekendur hringdu í Sjálfstæðisflokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling í vinnu. Við ráðningar hjá hernum gilti formúlan 4-4-2, segir í bókinni, það er 4 frá íhaldinu, 4 frá framsókn og 2 kratar. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins var ógnarsterk. Hún skipulagði ekki aðeins atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líka Alþýðuflokkinn svo hann lifði af: Gunnar Thoroddsen skipulagði á laun, væntanlega í samráði við forystusveit flokksins, að allstór hópur sjálfstæðismanna kysi Alþýðuflokkinn í sumarkosningunum 1959. Reyndin varð sú að í Reykjavík fær hann nær 2.000 fleiri atkvæði en í bæjarstjórnarkosningunum árið áður. Gylfi Þ. Gíslason hlaut kosningu og varð eini kjördæmakjörni þingmaðurinn í sínum flokki. Og fyrir kosningarnar 1958 handsalar Gunnar við Magnús Ástmarsson að hann yrði til taks í nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars - ef þyrfti. Sem þurfti svo ekki af því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk tíu menn en sósíalistar kölluðu Magnús samt alltaf Magnús ellefta. Á laun lét Bjarni Benediktsson skipuleggja um þúsund manna lið traustra sjálfstæðismanna sem gætu myndað órofa vegg á Reykjavíkur(?)- flugvellinum og þannig komið í veg fyrir að verkfallsverðir trufluðu flugferðir: Löglega boðað verkfall átti að brjóta á bak aftur með ólöglegu liði. Þetta eru upplýsingar um ógnartíð kalda stríðsins. Það þarf að skrifa meira um þessa tíma. En Guðni á þakkir skildar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun