Innlent

Sala á rykgrímum hefur margfaldast

Sala á rykgrímum hefur margfaldast í verslunum og apótekum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan undanfarna tvo daga vegna öskufallsins í Eyjafjallajökli. Sóttvarnalæknir fullyrðir að engin hætta stafi af öskufallinu fari fólk eftir varúðarráðstöfunum landlæknis.

Öskufallið hefur verið töluvert á Suðurlandi og hefur fjöldi rykgríma verið seldur þar og á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Búist er við að hann snúist í vestanátt í nótt og verður öskufallið því austan við eldstöðina á sömu slóðum og það var í gær. Til að öskufall verði á suðvesturhorninu verður að vera austanátt sem er ekki í kortunum í bráð. Fólk er hins vegar byrjað að undirbúa sig.

Sóttvarnalæknir segir enga bráða hættu af gosöskunni fari fólk eftir ábendingum á vefsíðu landlæknis.

„Við höfum gefið tilmæli um það að fólk sé ekki úti í öskufalli og ef að það þarf þess að nota þá grímur og hlífðargleraugu líka," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×