Innlent

Gosið ekki í ís

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ari Trausti Guðmundsson er jarðfræðingur.
Ari Trausti Guðmundsson er jarðfræðingur.
Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því ef svo væri þá væri gjóskufjallið meira.

Ari sagði i samtali við Bylgjuna í nótt að ástæðan fyrir því að fólk áttaði sig ekki á því hversu stórt gosið væri, væri sú að skýjafarið villti um fyrir fólki. Bjarminn hyrfi því og ykist á víxl.

Ari Trausti sagði engar beinar vísbendingar ennþá um að þetta væri stórkostlegt gos. Það gæti hins vegar mögulega átt eftir að bæta í á næstu vikum, jafnvel mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×