Þjófur laus þrátt fyrir myndbirtingu 20. október 2010 05:45 Ölstofuþjófurinn Maður sést í öryggismyndavélum stela jakka sem hengdur hafði verið undir barborðið. Myndband af þjófnaðinum var enn á Netinu í gærkvöld þótt fórnarlambið hafi lofað að láta fjarlægja það. Þjófur sem stal jakka með veski, síma, myndavél og öðrum verðmætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags gengur enn laus þrátt fyrir að myndband af þjófnaðinum hafi verið birt á Netinu í gær. Fórnarlamb þjófsins er Suður-Afríkumaðurinn Andrie Roux. „Hann fékk disk hjá okkur úr öryggismyndavélum til að fara með til lögreglunnar og hann setti myndirnar á Netið. Hann langaði bara að fá jakkann,“ útskýrir Kormákur Geirharðsson, einn eigenda Ölstofunnar, hvernig það megi vera að myndskeið úr eftirlitsmyndavélum á öldurhúsi, þar sem gestum er sérstaklega bannað að nota myndavélar, rötuðu í opinbera birtingu á Netinu. „Við töluðum sérstaklega um það að hann mætti ekki birta þessar myndir á Netinu því ég ætlaði að kanna hvað mætti og hvað ekki í þeim efnum,“ undirstrikar Kormákur sem kveðst hafa rætt við Roux í gær og hann hafi lofað að fjarlægja myndbandið af internetinu. „Hann spurði hvort þetta yrði leyfilegt ef hann myndi blörra alla nema sjálfan sig og þjófinn og við erum að hugsa það.“ Kormákur bendir á að oft sé hægt að ná afbrotamönnum með opinberri myndbirtingu. „Ég er ekki hrifinn af því að menn séu að stela hérna inni og er til í að sýna myndir af hvaða þjófi sem er,“ segir vertinn á Ölstofunni. - gar Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Þjófur sem stal jakka með veski, síma, myndavél og öðrum verðmætum á Ölstofunni aðfaranótt sunnudags gengur enn laus þrátt fyrir að myndband af þjófnaðinum hafi verið birt á Netinu í gær. Fórnarlamb þjófsins er Suður-Afríkumaðurinn Andrie Roux. „Hann fékk disk hjá okkur úr öryggismyndavélum til að fara með til lögreglunnar og hann setti myndirnar á Netið. Hann langaði bara að fá jakkann,“ útskýrir Kormákur Geirharðsson, einn eigenda Ölstofunnar, hvernig það megi vera að myndskeið úr eftirlitsmyndavélum á öldurhúsi, þar sem gestum er sérstaklega bannað að nota myndavélar, rötuðu í opinbera birtingu á Netinu. „Við töluðum sérstaklega um það að hann mætti ekki birta þessar myndir á Netinu því ég ætlaði að kanna hvað mætti og hvað ekki í þeim efnum,“ undirstrikar Kormákur sem kveðst hafa rætt við Roux í gær og hann hafi lofað að fjarlægja myndbandið af internetinu. „Hann spurði hvort þetta yrði leyfilegt ef hann myndi blörra alla nema sjálfan sig og þjófinn og við erum að hugsa það.“ Kormákur bendir á að oft sé hægt að ná afbrotamönnum með opinberri myndbirtingu. „Ég er ekki hrifinn af því að menn séu að stela hérna inni og er til í að sýna myndir af hvaða þjófi sem er,“ segir vertinn á Ölstofunni. - gar
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira