Jafntefli hjá ensku liðunum en stórsigrar hjá þeim spænsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2010 20:38 Wayne Rooney náði sér ekki á strik í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira
Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Sjá meira