Innlent

Skjálftahrina undir Eyjafjallajökli

Gissur Sigurðsson skrifar
Skjálftahrina var undir jöklinum í morgun.
Skjálftahrina var undir jöklinum í morgun. Mynd Stefán Karlsson

skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli um klukkan ellefu í morgun, en virðist vera að hjaðna á ný. Nokkrir skjálftar mældust rúmlega tveir á Richter.

Jarðvísindamenn segjast ekki draga neinn sérstakan lærdóm af þessari hrinu og óttast ekki að hún sé fyrirboði stórtíðinda.

Gosóróinn er svipaður og undanfarna daga þannig að goslok virðast ekki vera í nánd. Hraunrennslið sýnist heldur vera að aukast og á móti dregur lítilsháttar úr gjóskunni frá eldgosinu. Þó stígur gosmökkurinn af og til upp í fimm til sex kílómetra hæð og er þá nokkuð dökkur á að líta.

Öskufall var á bæjum í Rangárþingi eystra í gærkvöldi og suður- og suðaustur af jöklinum í morgun, en þó hvergi mikið, eftir því sem Veðurstofan best veit. Ekkert skólahald verður í grunnskólanum í Vík í Mýrdal í dag, en starfsfólkið ætlar að nota daginn til að hreinsa skólahúsnæðið hátt og lágt af ösku, sem hefur borist þar inn frá því fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×