Innlent

Útlendingar vilja komast úr landi með leiguflugi

Mýflug sér um allt sjúkraflug á landinu fyrir utan Vestmanneyjar. Félagið íhugar nú að fljúga til Noregs með erlenda ferðamenn sem eru búnir að fá nóg af verunni hér á landi.
Mýflug sér um allt sjúkraflug á landinu fyrir utan Vestmanneyjar. Félagið íhugar nú að fljúga til Noregs með erlenda ferðamenn sem eru búnir að fá nóg af verunni hér á landi.
Undanfarna daga hefur mikil eftirspurn verið eftir flugi frá Íslandi með leiguflugi, að sögn Sigurðar Bjarna Jónssonar, stjórnarformanns Mýflugs. Um er að ræða útlendinga sem eru fastir hér á landi og vilja komast til meginlands Evrópu. Mýflug íhugar að fljúga til norðurhluta Noregs.

Sigurður segir að fyrirtækinu hafi borist fjölmargar fyrirspurnar í tengslum við sérstak leiguflug frá Íslandi. „Þetta eru útlendingar sem vilja komast heim. Fólk er að skoða leiðir til að komast nær heimilum sínum. Það eru nokkrir flugvellir í Norður-Noregi enn opnir og við erum að skoða flug þangað. Við færum þá á níu sæta skrúfuvél."

Mýflug sér um allt sjúkraflug á landinu fyrir utan Vestmanneyjar. „Sjúkraflugið hefur gengið mjög vel. Við þurftum að bíða með eitt flug en fórum strax og þegar það birti," segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×