Fréttaskýring: Kostar 190 milljónir ef ráðherrar víkja kolbeinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 06:00 Mjög þröngt er um þá 63 þingmenn sem sæti eiga í þingsalnum, enda er hann hannaður fyrir mun færri þingmenn. fréttablaðið/pjetur Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi. Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi.
Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira