Evran aftur að lækka gangvart dollaranum 19. mars 2010 12:02 Evran hefur á síðustu þremur dögum lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadollar en öll hækkun á þessum gjaldmiðlakrossi sem átt hefur sér stað frá síðustu mánaðarmótum er nú úr sögunni.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að evran gaf enn eftir gagnvart Bandaríkjadal í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:25) 1.355 dal. Það sem að helst veikir evruna eru áhyggjur af Grikklandi. Grannt er nú fylgst með hvort grískum stjórnvöldum takist að tryggja sér aðstoð frá félögum sínum í Evrópusambandinu en leiðtogar sambandsins hittast í næstu viku til að ræða m.a. málefni Grikklands.Grikkland hefur verið allsráðandi í hreyfingum á evru/dollar gengiskrossinum undanfarna mánuði en evran lækkaði um 10% gagnvart Bandaríkjadollar frá desemberbyrjun til febrúarloka. Í marsbyrjun varð viðsnúningur sem hefur á síðustu dögum gengið allur til baka.Útlit er fyrir að evran muni eiga undir högg að sækja á meðan málefni Grikklands eru óleyst en eins og kunnugt er hefur nú komið til tals að evruríkið leiti á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búast má við að málin skýrist í næstu viku en þangað til þá má búast við að evran verði undir talsverðum þrýstingi. Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evran hefur á síðustu þremur dögum lækkað um 1,5% gagnvart Bandaríkjadollar en öll hækkun á þessum gjaldmiðlakrossi sem átt hefur sér stað frá síðustu mánaðarmótum er nú úr sögunni.Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að evran gaf enn eftir gagnvart Bandaríkjadal í morgun og kostar þegar þetta er ritað (11:25) 1.355 dal. Það sem að helst veikir evruna eru áhyggjur af Grikklandi. Grannt er nú fylgst með hvort grískum stjórnvöldum takist að tryggja sér aðstoð frá félögum sínum í Evrópusambandinu en leiðtogar sambandsins hittast í næstu viku til að ræða m.a. málefni Grikklands.Grikkland hefur verið allsráðandi í hreyfingum á evru/dollar gengiskrossinum undanfarna mánuði en evran lækkaði um 10% gagnvart Bandaríkjadollar frá desemberbyrjun til febrúarloka. Í marsbyrjun varð viðsnúningur sem hefur á síðustu dögum gengið allur til baka.Útlit er fyrir að evran muni eiga undir högg að sækja á meðan málefni Grikklands eru óleyst en eins og kunnugt er hefur nú komið til tals að evruríkið leiti á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Búast má við að málin skýrist í næstu viku en þangað til þá má búast við að evran verði undir talsverðum þrýstingi.
Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent