Örugg netföng 31. mars 2010 06:00 Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sambandi við kennitölur og nafn einstaklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð. Þá er miðað við nýtt fyrirkomulag sem er þannig að netfang er sótt til miðlægs staðar á netinu. Upphaflega kom sú hugmynd fram frá OpenId, sem veitir slíka þjónustu. Hér er miðað við að auðkennastaðlar OpenId verði teknir upp hérlendis. Þá er netfang sótt til eins miðlægs aðila og hægt að nota það á öllum vefjum sem styðja staðla OpenId, innanlands og erlendis, en þeim fjölgar mjög í heiminum. Það eru bæði opinberir aðilar og viðskiptaaðilar. Þjóðarnetföng yrðu netauðkenni sem almenningur getur notað í opinberu lífi á netinu í stað þess að nota netauðkenni frá vinnustað sínum eða frá alþjóðlegu póstþjónustufyrirtæki. Þau má nota í margvíslegum tilgangi og meðal annars til þess að tengjast opinberum vefsíðum, opinberum félagsmiðlum (social media), ábyrgum fjölmiðlum og viðskiptavefjum þar sem komið er fram undir nafni og við margskonar önnur tilefni. Með tilkomu þeirra geta opinberir aðilar staðlað og stýrt aðgangi að kerfum sínum án þess að semja við íslenska vinnustaði eða alþjóðleg póstþjónustufyrirtæki um aðgangsaðferðir fyrir þau netföng sem almenningur hefur nú þegar. Kennitalan og þjóðarnetfangÍ rauninni yrðu þjóðarnetföng staðgenglar kennitölu í aðgengisstjórnun, en kennitala má ekki vera netfang því netþjónustufyrirtæki vinna öðruvísi með netföng en almenn tölvugögn og kennitalan má vera hluti af tölvugögnum, en ekki netauðkenni. Fleiri netþjónustuaðilar geta tengt netfang við víðtækari upplýsingar, en ef hún er gögn, til dæmis í áhugaefnaskráningu. Af þessu leiðir að opinberir aðilar á Íslandi munu falla frá því að nota kennitölu sem aðgangsauðkenni, en nota þjóðarnetfang ef til kemur. Kennitalan yrði áfram að öðru leyti hið óbreytanlega auðkenni almennings, en þjóðarnetfanginu mætti breyta og hver og einn getur valið sér það að vild. Það verður ekki opinbert og ekki endilega skráð í þjóðskrá. Hugmyndin er að vottunarfyrirtækið Auðkenni geti vottað hver er hvað fyrir hvaða netauðkenni sem er. Það er eðlilegt. Því mun Auðkenni geta vottað þjóðarnetfang ef almenningur hefur til þess gerð skilríki eða lykla frá fyrirtækinu. Nýr markaður á netinuÞjóðarnetfang gefur nýja möguleika á þjónustu innlendra aðila við einstaklinga á netinu, svo sem við gagnavistun og fleira. Öll slík viðbótarnotkun er óhugsandi ef kennitalan er notuð sem netauðkenni, því kennitalan er svo viðkvæmt auðkenni. Netauðkenni landsmanna eru flest hjá vinnustöðum og alþjóðlegum tölvupóstþjónustum, eins og fyrr segir og með þjóðarnetföngum gæti myndast nýr möguleiki á opnum markaði á netinu fyrir íslenska þjónustuaðila. Sá markaður mun bæði taka verkefni af vinnustaðapósthúsum, opinberum aðilum og alþjóðlegum aðilum. Þannig gætu verkefni á tölvusviðinu flust heim. Þjóðarnetföng væru ákjósanleg fyrir skóla og aðra opinbera þjónustu þar sem eðlilegt er að komið sé fram undir nafni. Þá myndi þjóðarnetfang draga úr rekstri skólamálayfirvalda á tölvuþjónustu, en flytja hana til óháðra aðila á markaði. Þá gæti þjóðarnetfang opnað nýja möguleika í þjónustu við einyrkja og smáfyrirtæki, en flest fyrirtæki á Íslandi eru af þeirri stærð. Hugmyndin er að með tímanum komi fram tölvupósthús fyrir þjóðarnetfang. Það gefur möguleika á því að draga stórlega úr pappírsnotkun í samskiptum. Stofnanir og fyrirtæki hafa kennitölu almennings í gögnum sínum og hugmyndin er að þau geti með litlum kostnaði sent bréf á kennitölurnar sem berist á þjóðarnetföngin. Með tilkomu félagsmiðla (social media) aukast kröfurnar um að komið sé fram undir nafni. Opinberir aðilar svo sem sveitarfélög eða skólar geta stofnað eigin netheima til samræðu og samráðs við sitt fólk. Þá er mikilvægt að þeir heimar séu aðeins opnir réttum aðilum, meðal annars í því skyni að búnaðurinn sé ekki notaður í vafasömum tilgangi. Kennitalan er lykillinn að því að veita og takmarka aðgang að félagsmiðlum og af því að við viljum ekki nota hana beint, þá kemur að hlutverki þjóðarnetfangs. Sameining tveggja heimaÓlíkar áherslur eru ríkjandi vestanhafs og í Evrópu varðandi staðfestingu þess hver er hvað á netinu. Bandarísk stjórnvöld sömdu á s.l. hausti við netþjónustuaðila um að veita notendum sínum aðgang að opinberum vefum og votta þá. Þar er netfangið lykill að aðgangi. Í Evrópu hafa opinberir aðilar krafist hærra öryggisstigs, svipað og bankarnir og áherslan því verið á rafræna skilríkið. En styðja má báðar nálganirnar og það er hugmyndin hér, þjóðarnetfang er í takt við bandarísku leiðina og vottun frá Auðkenni er á evrópskum forsendum. Íslendingar hafa áður þurft að sameina ólíkar nálganir þessara tveggja markaðsheima. Á heildina litið er um að ræða hugmynd sem hefur mjög margþætt áhrif til hagsbóta fyrir Íslendinga. Fyrst og fremst gefur hún öllum netfang sem er frá óháðum aðila og óháð viðskiptatengslum hans. Líka börnum, unglingum og eldra fólki. Þá opnar hún nýja félagslega möguleika, möguleika á umhverfisvernd, nýja markaði og styrkir ábyrga netnotkun. Hún er eðlilegt inngrip stjórnvalda í málefni upplýsingatækninnar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Haukur Arnþórsson skrifar um netföng Unnið er að þeirri hugmynd hér á landi að tekin verði upp örugg netföng eða þjóðarnetföng. Það eru netföng sem standa í ákveðnu sambandi við kennitölur og nafn einstaklinga, þannig að ljóst er hver er hvað á netinu þegar þau eru notuð. Þá er miðað við nýtt fyrirkomulag sem er þannig að netfang er sótt til miðlægs staðar á netinu. Upphaflega kom sú hugmynd fram frá OpenId, sem veitir slíka þjónustu. Hér er miðað við að auðkennastaðlar OpenId verði teknir upp hérlendis. Þá er netfang sótt til eins miðlægs aðila og hægt að nota það á öllum vefjum sem styðja staðla OpenId, innanlands og erlendis, en þeim fjölgar mjög í heiminum. Það eru bæði opinberir aðilar og viðskiptaaðilar. Þjóðarnetföng yrðu netauðkenni sem almenningur getur notað í opinberu lífi á netinu í stað þess að nota netauðkenni frá vinnustað sínum eða frá alþjóðlegu póstþjónustufyrirtæki. Þau má nota í margvíslegum tilgangi og meðal annars til þess að tengjast opinberum vefsíðum, opinberum félagsmiðlum (social media), ábyrgum fjölmiðlum og viðskiptavefjum þar sem komið er fram undir nafni og við margskonar önnur tilefni. Með tilkomu þeirra geta opinberir aðilar staðlað og stýrt aðgangi að kerfum sínum án þess að semja við íslenska vinnustaði eða alþjóðleg póstþjónustufyrirtæki um aðgangsaðferðir fyrir þau netföng sem almenningur hefur nú þegar. Kennitalan og þjóðarnetfangÍ rauninni yrðu þjóðarnetföng staðgenglar kennitölu í aðgengisstjórnun, en kennitala má ekki vera netfang því netþjónustufyrirtæki vinna öðruvísi með netföng en almenn tölvugögn og kennitalan má vera hluti af tölvugögnum, en ekki netauðkenni. Fleiri netþjónustuaðilar geta tengt netfang við víðtækari upplýsingar, en ef hún er gögn, til dæmis í áhugaefnaskráningu. Af þessu leiðir að opinberir aðilar á Íslandi munu falla frá því að nota kennitölu sem aðgangsauðkenni, en nota þjóðarnetfang ef til kemur. Kennitalan yrði áfram að öðru leyti hið óbreytanlega auðkenni almennings, en þjóðarnetfanginu mætti breyta og hver og einn getur valið sér það að vild. Það verður ekki opinbert og ekki endilega skráð í þjóðskrá. Hugmyndin er að vottunarfyrirtækið Auðkenni geti vottað hver er hvað fyrir hvaða netauðkenni sem er. Það er eðlilegt. Því mun Auðkenni geta vottað þjóðarnetfang ef almenningur hefur til þess gerð skilríki eða lykla frá fyrirtækinu. Nýr markaður á netinuÞjóðarnetfang gefur nýja möguleika á þjónustu innlendra aðila við einstaklinga á netinu, svo sem við gagnavistun og fleira. Öll slík viðbótarnotkun er óhugsandi ef kennitalan er notuð sem netauðkenni, því kennitalan er svo viðkvæmt auðkenni. Netauðkenni landsmanna eru flest hjá vinnustöðum og alþjóðlegum tölvupóstþjónustum, eins og fyrr segir og með þjóðarnetföngum gæti myndast nýr möguleiki á opnum markaði á netinu fyrir íslenska þjónustuaðila. Sá markaður mun bæði taka verkefni af vinnustaðapósthúsum, opinberum aðilum og alþjóðlegum aðilum. Þannig gætu verkefni á tölvusviðinu flust heim. Þjóðarnetföng væru ákjósanleg fyrir skóla og aðra opinbera þjónustu þar sem eðlilegt er að komið sé fram undir nafni. Þá myndi þjóðarnetfang draga úr rekstri skólamálayfirvalda á tölvuþjónustu, en flytja hana til óháðra aðila á markaði. Þá gæti þjóðarnetfang opnað nýja möguleika í þjónustu við einyrkja og smáfyrirtæki, en flest fyrirtæki á Íslandi eru af þeirri stærð. Hugmyndin er að með tímanum komi fram tölvupósthús fyrir þjóðarnetfang. Það gefur möguleika á því að draga stórlega úr pappírsnotkun í samskiptum. Stofnanir og fyrirtæki hafa kennitölu almennings í gögnum sínum og hugmyndin er að þau geti með litlum kostnaði sent bréf á kennitölurnar sem berist á þjóðarnetföngin. Með tilkomu félagsmiðla (social media) aukast kröfurnar um að komið sé fram undir nafni. Opinberir aðilar svo sem sveitarfélög eða skólar geta stofnað eigin netheima til samræðu og samráðs við sitt fólk. Þá er mikilvægt að þeir heimar séu aðeins opnir réttum aðilum, meðal annars í því skyni að búnaðurinn sé ekki notaður í vafasömum tilgangi. Kennitalan er lykillinn að því að veita og takmarka aðgang að félagsmiðlum og af því að við viljum ekki nota hana beint, þá kemur að hlutverki þjóðarnetfangs. Sameining tveggja heimaÓlíkar áherslur eru ríkjandi vestanhafs og í Evrópu varðandi staðfestingu þess hver er hvað á netinu. Bandarísk stjórnvöld sömdu á s.l. hausti við netþjónustuaðila um að veita notendum sínum aðgang að opinberum vefum og votta þá. Þar er netfangið lykill að aðgangi. Í Evrópu hafa opinberir aðilar krafist hærra öryggisstigs, svipað og bankarnir og áherslan því verið á rafræna skilríkið. En styðja má báðar nálganirnar og það er hugmyndin hér, þjóðarnetfang er í takt við bandarísku leiðina og vottun frá Auðkenni er á evrópskum forsendum. Íslendingar hafa áður þurft að sameina ólíkar nálganir þessara tveggja markaðsheima. Á heildina litið er um að ræða hugmynd sem hefur mjög margþætt áhrif til hagsbóta fyrir Íslendinga. Fyrst og fremst gefur hún öllum netfang sem er frá óháðum aðila og óháð viðskiptatengslum hans. Líka börnum, unglingum og eldra fólki. Þá opnar hún nýja félagslega möguleika, möguleika á umhverfisvernd, nýja markaði og styrkir ábyrga netnotkun. Hún er eðlilegt inngrip stjórnvalda í málefni upplýsingatækninnar. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun