– og hvað svo ... Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2010 11:44 Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um þrískiptingu valdsins - núverandi flækjustig í gær. Skrifin fjölluðu að mestu um hversu flókið samspil er í raun á milli valdhafa í núverandi stjórnarskrá, eiginlega finnst mér það of flókið satt að segja. Velti svo fyrir mér - og hvað svo ...? En eins og áður hefur komið fram á stjórnlagaþing, samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 að taka, m.a til umfjöllunar: Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins, sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ég er alveg sannfærð um að endurskoða þurfi forsætisembættið í heild sinni. Ég vil halda því fram að forseti eigi fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar og þar af leiðandi ekki handhafi eða aðili að löggjafar- né framkvæmdavaldi. Í stjórnarskrá þarf að tryggja sjálfstæði dómstóla og starfa þá dómstólar óháð löggjafar- og framkvæmdavaldi. Dómara á að ráða faglega og vandlega og það þarf að skilgreina hlutverk þeirra betur. Það getur vel verið að alþingi eigi að skipa hæstaréttardómara. Auk þessa þarf að auka og jafnvel virkja almennt eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins og það þarf að ég tel, að tryggja það eftirlit í stjórnarskrá. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Alþingi á að setja lög, gefa umboð og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Því þarf því að efla alþingi og ráðherrar eiga að mínu mati ekki að sitja á alþingi. Hægt er að orða það þannig að þá hefur hver valdaþáttur eftirlit með hinum og þessir valdaþættir dempra þá hver annan. Ég byrjaði og endaði pistil gærdagsins á eftirfarandi orðum, og nú vonandi eftir þessi skrif hef ég fært mig enn nær þeim: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta". Að lokum vil ég benda á að ég hef ekki fullmótað skoðanir mínar á væntanlegri stjórnarskrá. Mikilvægast er að hlusta og skilja og síðan að tjá sig.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar