Hverjir þurfa að hugsa sinn gang? Karólína Einarsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:00 Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun