Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi 20. október 2010 05:00 Sjúkrahús Dr. Brigit Toebes segir að gæta verði að mannréttindum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglt með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira
Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglt með breyttu plani Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Sjá meira