Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi 20. október 2010 05:00 Sjúkrahús Dr. Brigit Toebes segir að gæta verði að mannréttindum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira