Hótel í Danmörku grátt leikin af öskunni í apríl 1. júní 2010 09:07 Hótel í Danmörku voru grátt leikin af öskunni frá gosinu í Eyjafjallajökli. Ný könnun sýnir að velta þeirra minnkaði um 20% í aprílmánuði og er það rakið beint til öskunnar og þeirra truflana sem hún olli á flugsamgöngum. Það er Horesta, samtök hóteleigenda í Danmörku, sem tekið hefur saman yfirlit um tap hótela og gistihúsa vegna öskunnar. Í fyrstu jukust gistinætur í landinu, einkum Kaupmannahöfn, vegna þess fólks sem var strand í landinu þar sem flugumferð lá niðri. Sú sæla varaði ekki nema nokkra daga. Alls voru gistinætur í Kaupmannahöfn 10.700 færri í apríl en í apríl í fyrra. Samsvarandi tölur fyrir landsbyggðina eru 3.700 gistinætur. Þá kemur fram í könnun Horesta að aflýstar ráðstefnu og fundir í apríl hafi komið niður á 57% hótela í Kaupmannahöfn og 20% hótela á landsbyggðinni. Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk segir að Hoestra telji að hótelin í Danmörku eigi að fá fjárstuðning frá ESB vegna tapsins líkt og flugfélögin hafa fengið. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hótel í Danmörku voru grátt leikin af öskunni frá gosinu í Eyjafjallajökli. Ný könnun sýnir að velta þeirra minnkaði um 20% í aprílmánuði og er það rakið beint til öskunnar og þeirra truflana sem hún olli á flugsamgöngum. Það er Horesta, samtök hóteleigenda í Danmörku, sem tekið hefur saman yfirlit um tap hótela og gistihúsa vegna öskunnar. Í fyrstu jukust gistinætur í landinu, einkum Kaupmannahöfn, vegna þess fólks sem var strand í landinu þar sem flugumferð lá niðri. Sú sæla varaði ekki nema nokkra daga. Alls voru gistinætur í Kaupmannahöfn 10.700 færri í apríl en í apríl í fyrra. Samsvarandi tölur fyrir landsbyggðina eru 3.700 gistinætur. Þá kemur fram í könnun Horesta að aflýstar ráðstefnu og fundir í apríl hafi komið niður á 57% hótela í Kaupmannahöfn og 20% hótela á landsbyggðinni. Í frétt um málið á vefsíðunni epn.dk segir að Hoestra telji að hótelin í Danmörku eigi að fá fjárstuðning frá ESB vegna tapsins líkt og flugfélögin hafa fengið.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira