Húsnæðislánum breytt með löggjöf Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2010 17:21 Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra mun setja lög sem tryggir að dómur Hæstaréttar í dag um vexti af lánum nái til allra lána vegna bíla- og húsnæðiskaupa sem tengd eru gengi erlendra gjaldmiðla. Mun lagasetningin taka til þeirra flokka lána sem talið er að hafi byggt á ólögmætri gengisbindingu, samkvæmt tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að samkvæmt útreikningum sérfræðinga Seðlabanka Íslands muni eftirstöðvar þessara lána lækka verulega við breytinguna, t.d. um 25% til 47% fyrir 25 ára lán. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið segir að gengisbundin húsnæðislán verði færð yfir í íslenskar krónur og verðtryggð kjör sem lækki eftirstöðvar lánanna. Lántakendum mun jafnframt bjóðast að breyta láninu í löglegt erlent lán eða færa það í óverðtryggða íslenska vexti. Þessi hagsbót sé möguleg án þess að fjárhagslegt högg fyrir lánastofnanir verði slíkt að það stefni stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Ráðuneytið segir að út frá sanngirnissjónarmiðum sé talin þörf á að skýra lögmæti gengisbundinna lána til fyrirtækja. Heildarvirði þeirra lána hafi verið áætlað um 841 milljarður króna, en lán til einstaklinga um 186 milljarðar króna. Stór hluti fyrirtækjalána séu til aðila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hnígi að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyrirtæki. Jafnframt séu miklir almannahagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrirtækja. Samhliða verði gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari endurskipulagningu skulda fyrirtækja.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10 Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Mögulega hægt að fara með málið fyrir EFTA „Þetta kom á óvart og það eru mikil vonbrigði,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um nýfallinn dóm Hæstarétta Íslands. 16. september 2010 17:10
Miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans Hæstiréttur Íslands féllst í dag á kröfu Lýsingar sem stefndi manni sem hafði tekið bílalán hjá fyrirtækinu. Ágreiningur var um það við hvaða lánsvexti ætti að miða eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í júní að gengistrygging lána væri ólögleg 16. september 2010 16:12