Þarf að gera upp stuðning Samfylkingarinnar við eina blokk í viðskiptalífinu 19. júní 2010 07:00 Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Samfylkingin hefur ekki enn horfst í augu við ábyrgð flokksins í aðdraganda hrunsins, segir Össur. Þar segist hann ekki vera að tala um þátttöku í ríkisstjórn frá árinu 2007, heldur með því að veita ákveðinni hugmyndafræði löggildingu. Samfylkingin hafi ekki lesið stöðuna rétt. „Allir flokkarnir voru rassskelltir í sveitar-stjórnarkosningunum. Minn flokkur ekki síst. Ég tel hins vegar að flokkarnir muni læra af þessari reynslu, en ef þeir gera það ekki er ég nokkuð viss um að upp koma nýjar hreyfingar í næstu kosningum sem geta tekið fram úr hefðbundnu flokkunum. Það er eins og það á að vera og ekkert við því að segja," segir Össur. „Ég tel líka að Samfylkingin hafi frá því snemma á þessum áratug ranglega tekið sér stöðu með ákveðinni blokk í viðskiptalífinu, sem var í átökum við aðrar rammpólitískar viðskiptablokkir." segir hann. Spurður hvort hann eigi við Baug segist Össur ætla að leyfa sér þann munað að ræða það á öðrum vettvangi: „Ég tel að í þessu hafi okkur orðið á mistök, og við eigum eftir að gera það upp innan okkar raða, og horfast í augu við það. Þetta er hluti af því sem verið er að refsa okkur fyrir. Við erum fjarri því að vera blásaklaus af þessari hugmyndaþróun sem leiddi það af sér að allir féllu fram og tilbáðu gullkálf markaðarins." Össur segir þetta ástand geta skapað grundvöll fyrir nýjar, óskipulagðari grasrótarhreyfingar í ætt við Besta flokkinn í Reykjavík. Sjálfur sé hann hrifinn af Besta flokknum, ekki síst nýja borgarstjóranum, og telji að þeir muni koma á óvart. Eftir að hafa sett upp spádómshatt segist Össur telja að ríkisstjórnin muni sitja út kjörtímabilið. Kjósendur vilji að stjórnmálamenn ljúki ákveðnum málum, og það muni ríkisstjórnin gera. „Ég held að staða ríkisstjórnarinnar muni styrkjast þegar líður fram á þetta ár. Ástæðurnar eru tvær. Annars vegar eru mörg jákvæð teikn að koma fram í atvinnulífinu, menn eru að ljúka ákvörðunum og koma af stað stórframkvæmdum sem beðið hefur verið eftir. Hins vegar hafa stjórnarflokkarnir náð lendingu um komandi fjárlög. Efnahagsástandið er að batna, sem gerir okkur auðveldara að sigla í gegnum næsta ár, sem verður síðasta erfiða árið. Við erum að rísa úr öldudalnum," segir Össur. Sjálfur aftekur hann að taka við sem formaður Samfylkingarinnar, ákveði Jóhanna Sigurðardóttir að stíga til hliðar á næstunni. „Mínum formannsferli í Samfylkingunni er lokið og ég hef engan hug á því að verða formaður þar. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt í því að vera í forystusveitinni núna. En í Samfylkingunni er fullt af ungu fólki með blóðið fullt af pólitískum hormónum, og þeirra er ríkið, og framtíðin," segir Össur.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira