Hrafnhildur: Búin að bíða eftir þessu í ansi mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2010 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir. Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur. Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu eru nú á lokasprettinum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir viku. Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari tilkynnti lokahóp sinn á blaðamannafundi í dag. „Það er kominn mjög mikill spenningur í mig núna. Ég er búin að vera í landsliðinu í þrettán ár og hef alltaf stefnt að þessu. Ég er því búin að bíða í ansi mörg ár," segir Hrafnhildur en hún og liðið er nýkomin heim eftir æfingamót í Noregi um síðustu helgi. „Það var mikið sjokk að tapa svona illa á móti Noregi en þessi leikur var svolítið svindl. Við eyddum öllum fimmtudeginum að ferðast, þurftum að taka tvö flug og fengum síðan enga æfingu um kvöldið. Við náðum ekki að ná úr okkur neinni flugþreytu og svo vöknuðum við eldsnemma næsta morgun til þess að fara í annað flug þar sem leikurinn var," lýsir Hrafnhildur. „Við eyddum tveimur dögum í ferðlög og fórum beint í leik án þess að hreyfa okkur nokkuð. Það var engin líkamlega klár í slaginn. Þetta var bara hræðilegt og við áttum bara mjög slæman dag. Það er mjög margt gott sem er hægt að taka með á Evrópumótið úr hinum tveimur leikjunum," segir Hrafnhildur. „Við áttum stóran draum um að vinna Dani, vorum einu marki yfir þegar korter var eftir og áttum möguleika á því að ná tveggja marka forskoti. Við klúðruðum því en það var hörkuspennandi leikur og það var bara rétt í lokin sem við misstum þær frá okkur," segir Hrafnhildur en íslenska liðið tapaði 24-30 á móti Dönum. Lokaleikurinn tapaðist síðan á móti Serbum eftir spennandi leik. „Væntingarnar til EM eru ennþá að koma á óvart og komast í milliriðla. Við ætlum að koma óvart strax í fyrsta leik á móti Króatíu. Fyrirfram ættum við að eiga mestu möguleikana á móti Króatíu en Rússar stefna á það að verða Evrópumeistarar og eru í topp þremur í Evrópu," segir Hrafnhildur sem segir að þriðju mótherjar íslenska liðsins í riðlinum, Svartfjallaland, sé búið að missa tvo leikmenn sem ætti að hjálpa íslenska liðinu. „Það eru tvær sem hafa spilað með Serbíu en eru ekki búnar að bíða í þrjú ár og fá því ekki að spila. Þar á meðal er örvhent skytta sem er mjög mikill markaskorari og línumaður sem er algjör vinnuhestur. Það eru klárlega mjög sterkir leikmenn sem þær missa sem er bara mjög gott fyrir okkur," sagði Hrafnhildur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira