Stenst ekki kröfur 14. september 2010 05:30 Skýrslan flutt Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður níu manna þingmannanefndar, flutti þinginu skýrslu nefndarinnar á þingfundi í gær. Aðrir nefndarmenn fylgdu í kjölfarið. fréttablaðið/gva „Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira