Flugvélin er bylting í gosrannsóknum 19. apríl 2010 06:00 Fornar sagnir kveða á um að eldfjöll séu fordyri helvítis. Nýjasta tækni til myndatöku við erfið skilyrði virðist hafa sannað að svo sé. Myndin er tekin af jöklinum úr 2,5 kílómetra hæð. mynd/landhelgisgæslan Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í fyrrasumar en hefur þegar sannað gildi sitt. Þetta á ekki síst við um mikilvægi hennar til rannsókna á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli undanfarna daga og vikur. Er það mat vísindamanna að kynstrin öll af upplýsingum, sem nú hefur verið aflað, lægju ekki fyrir ef vélin hefði ekki verið keypt. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða frá gosbyrjun hefði upplýsingaöflun án vélarinnar verið erfið eða ómöguleg og snertir því einnig almannaöryggi. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir tilkomu flugvélarinnar byltingu. „Það verður að segjast eins og er að ef við hefðum ekki haft vélina þá værum við að meta þetta í blindni. Þarna hefur verið lítið eða ekkert skyggni en radarinn hefur gefið okkur góða mynd af yfirborði jökulsins. Bæði höfum við séð hvernig sprungan liggur, hvar sigkatlar hafa myndast og hvar gosið nær í gegn. Síðan höfum við séð hvernig vatnið flýtur að hluta á yfirborði jökulsins." Víðir segir að allir sem koma að öryggismálum hér á landi hafi vonast til að búnaður vélarinnar gæfi aukna möguleika. „En reynslan nú þegar hefur farið fram úr öllum okkar villtustu draumum." „Við erum að skrásetja ógrynni upplýsinga á hverjum degi sem annars hefðu einfaldlega ekki legið fyrir," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun. „Í raun gefur þessi tækni okkur alveg nýja sýn á eldgos hér á landi." Ármann útskýrir að með radartækni um borð í vélinni sjáist í gegnum gosmökkinn og því hafi verið hægt að skrásetja og mynda þróunina á gosopinu. „Við sáum til dæmis á miðvikudaginn hvernig gatið opnaðist og stækkaði svo jafnt og þétt. Þetta er galdur." Ármann telur að upplýsingarnar sem aflað hefur verið til þessa muni hafa mikið vægi í framtíðarrannsóknum á eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Þess utan sé hægt að vinna nýtt áhættumat af mun meiri nákvæmni en annars hefði verið. „Það er einfaldlega stórkostlegt að hafa aðgang að þessari vél sem er að mínu mati þegar orðin ómissandi."svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. TF-SIF, ný flugvél Landhelgisgæslunnar, kom til landsins í fyrrasumar en hefur þegar sannað gildi sitt. Þetta á ekki síst við um mikilvægi hennar til rannsókna á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli undanfarna daga og vikur. Er það mat vísindamanna að kynstrin öll af upplýsingum, sem nú hefur verið aflað, lægju ekki fyrir ef vélin hefði ekki verið keypt. Vegna óhagstæðra veðurskilyrða frá gosbyrjun hefði upplýsingaöflun án vélarinnar verið erfið eða ómöguleg og snertir því einnig almannaöryggi. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir tilkomu flugvélarinnar byltingu. „Það verður að segjast eins og er að ef við hefðum ekki haft vélina þá værum við að meta þetta í blindni. Þarna hefur verið lítið eða ekkert skyggni en radarinn hefur gefið okkur góða mynd af yfirborði jökulsins. Bæði höfum við séð hvernig sprungan liggur, hvar sigkatlar hafa myndast og hvar gosið nær í gegn. Síðan höfum við séð hvernig vatnið flýtur að hluta á yfirborði jökulsins." Víðir segir að allir sem koma að öryggismálum hér á landi hafi vonast til að búnaður vélarinnar gæfi aukna möguleika. „En reynslan nú þegar hefur farið fram úr öllum okkar villtustu draumum." „Við erum að skrásetja ógrynni upplýsinga á hverjum degi sem annars hefðu einfaldlega ekki legið fyrir," segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur á Jarðvísindastofnun. „Í raun gefur þessi tækni okkur alveg nýja sýn á eldgos hér á landi." Ármann útskýrir að með radartækni um borð í vélinni sjáist í gegnum gosmökkinn og því hafi verið hægt að skrásetja og mynda þróunina á gosopinu. „Við sáum til dæmis á miðvikudaginn hvernig gatið opnaðist og stækkaði svo jafnt og þétt. Þetta er galdur." Ármann telur að upplýsingarnar sem aflað hefur verið til þessa muni hafa mikið vægi í framtíðarrannsóknum á eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Þess utan sé hægt að vinna nýtt áhættumat af mun meiri nákvæmni en annars hefði verið. „Það er einfaldlega stórkostlegt að hafa aðgang að þessari vél sem er að mínu mati þegar orðin ómissandi."svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira