Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun 9. nóvember 2010 06:00 Vickram Bedi og Helga Ingvarsdóttir. Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir. Fréttir Innlent Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira
Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir.
Fréttir Innlent Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Sjá meira