Staða ríkisstjórnarinnar veikst að mati doktors í stjórnmálafræði 12. desember 2010 19:27 Staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst verulega að mati Stefaníu Óskarsdóttur, doktor í stjórnmálafræði, sem var í spjalli í Íslandi í dag eftir fréttir í kvöld. Þar var farið yfir pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eftir að nýr Icesave-samningur náðist við Breta og Hollendinga í vikunni. „Icesave hefur verið erfitt mál og vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina," sagði Stefanía en þjóðin felldi síðasta Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefanía segir að eftir það hafi ríkisstjórnin ekki getað setið með hendur í skauti, sem og hún gerði ekki, því hún reyndi að þétta í röðum sínum með því að taka Ögmund Jónasson aftur inn í ríkisstjórn sem ráðherra. „Ríkisstjórnin veiktist það mikið í kjölfarið að hún varð að bregðast við þessu," segir Stefanía um eftirleik þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hún segir málflutning ríkisstjórnarinnar hafa verið slíkan að hún kenndi Sjálfstæðisflokknum mikið um það hvernig fór og því spyr hún hver á að taka heiðurinn af nýjum og mun betri samningi: „Getur ríkisstjórnin tekið heiðurinn fyrir það eða stjórnarandstaðan og síðar forseti Íslands?" spyr Stefanía. Hún telur það einnig veikleikamerki ríkisstjórnarinnar hvernig hún hefur talað undanfarið um að fara hægt í sakirnar. Það sé ekki í anda þess sem hún gerði áður þegar hún hafði hraðar hendur á, til að mynda við að samþykkja Icesave-samninginn hinn fyrri. „Þetta endurspeglar stöðu ríkisstjórnarinnar," segir Stefanía sem þykir viðbrögðin vera veikleikamerki. Stefanía segir mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að ná víðtækri sátt um samninginn. Það verður til þess að gera forsetanum erfiðara um vik að fara gegn þingmeirihlutanum líkt og hann gerði í byrjun janúar síðastliðinn. Icesave Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Staða ríkisstjórnarinnar hefur veikst verulega að mati Stefaníu Óskarsdóttur, doktor í stjórnmálafræði, sem var í spjalli í Íslandi í dag eftir fréttir í kvöld. Þar var farið yfir pólitíska stöðu ríkisstjórnarinnar eftir að nýr Icesave-samningur náðist við Breta og Hollendinga í vikunni. „Icesave hefur verið erfitt mál og vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina," sagði Stefanía en þjóðin felldi síðasta Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefanía segir að eftir það hafi ríkisstjórnin ekki getað setið með hendur í skauti, sem og hún gerði ekki, því hún reyndi að þétta í röðum sínum með því að taka Ögmund Jónasson aftur inn í ríkisstjórn sem ráðherra. „Ríkisstjórnin veiktist það mikið í kjölfarið að hún varð að bregðast við þessu," segir Stefanía um eftirleik þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hún segir málflutning ríkisstjórnarinnar hafa verið slíkan að hún kenndi Sjálfstæðisflokknum mikið um það hvernig fór og því spyr hún hver á að taka heiðurinn af nýjum og mun betri samningi: „Getur ríkisstjórnin tekið heiðurinn fyrir það eða stjórnarandstaðan og síðar forseti Íslands?" spyr Stefanía. Hún telur það einnig veikleikamerki ríkisstjórnarinnar hvernig hún hefur talað undanfarið um að fara hægt í sakirnar. Það sé ekki í anda þess sem hún gerði áður þegar hún hafði hraðar hendur á, til að mynda við að samþykkja Icesave-samninginn hinn fyrri. „Þetta endurspeglar stöðu ríkisstjórnarinnar," segir Stefanía sem þykir viðbrögðin vera veikleikamerki. Stefanía segir mikilvægt fyrir ríkisstjórnina að ná víðtækri sátt um samninginn. Það verður til þess að gera forsetanum erfiðara um vik að fara gegn þingmeirihlutanum líkt og hann gerði í byrjun janúar síðastliðinn.
Icesave Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira