Sá sem talar fyrir fólkið mun sigra 24. ágúst 2010 06:15 Neumann í Háskólanum Prófessorinn rifjaði upp kafla úr sögu átaka um ESB-aðild í Noregi. fréttablaðið/stefán Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Reynsla Norðmanna af tveimur atkvæðagreiðslum um aðild að því sem í dag heitir Evrópusambandið sýnir að það eru ekki endilega efnahagsleg rök eða varðstaða um auðlindir sem ráða mestu um útkomuna, heldur eðli þeirrar orðræðu sem andstæðar fylkingar hafa uppi. Þetta segir Iver. B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla, en hann hélt fyrirlestur um Noreg og Evrópusambandið í gær á vegum Alþjóðmálastofnunar Háskóla Íslands. Sá sem nái að stilla upp málstað sínum þannig að hann tali fyrir hönd þess sem mætti kalla „fólkið í landinu" fari með sigur af hólmi. Andstæðingum aðildar hafi í Noregi tekist að virðast rödd skynsemi og gamalla þjóðhollra hefða. Í tilfelli Noregs hafi aðildarsinnar verið í vörn gagnvart þessari rödd og þeir hafi því hlotið að tapa fyrir liðinu sem sífellt sótti fram. „Hluti af þessu er sjálft tungumálið, orðræða stjórnmálanna. Nei-liðið segir að við missum stjórn til skriffinna í Brussel og já-liðið svarar með því að fallast á þetta en fer svo að útlista einhverja kosti aðildar," segir Neumann. Við Evrópusinna hafi loðað stimpill hinnar óþjóðhollu elítu, andspænis alvöru Norðmönnum. Norðmenn vilji trúa sögunni um hið illa erlenda yfirvald, að Norðmenn hafi staðið upp í hárinu á útlendingum og barið í gegn sjálfstæði þjóðarinnar. Slík rök passi vel við opinbera sjálfsmynd þjóðarinnar. Neumann, sem telur sjálfur að Noregur eigi að ganga í ESB, var í gær spurður hvernig aðildarsinnar ættu að bregðast við þessu og sagðist því miður ekki hafa svar við því. „Til þess eru stjórnmálamenn," sagði hann. - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira