Óánægður faðir: Viðbrögð lögreglu eftir bílveltu fáránleg 4. júlí 2010 13:45 Mynd/Pjetur „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira