Létt yfir gestum í hjálparmiðstöð 15. apríl 2010 02:00 Sybbin en nokkuð brött Krakkar sem komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla í fyrrinótt vegna gossins í Eyjafjallajökli kipptu sér ekki mikið upp við atganginn, mögulega reynslunni ríkari frá því að rýma þurfti í mars vegna gossins á Fimmvörðuhálsi.Fréttablaðið/Vilhelm Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. Framan af morgni var ekki ljóst hvort gos væri í raun hafið eða hvort aðeins væri um að ræða skjálftahrinu. Þó mátti heyra lítinn dreng, kannski á fimmta ári, lýsa því skorinort yfir við föður sinn, sem bar hann á handleggnum, að það væri „pirrandi að láta vekja sig svona, út af gosi“. Systir hans heldur yngri leiddi móður þeirra þar sem þau komu út úr skólanum á leið til ættingja. Foreldrarnir, sem og aðrir tilheyrendur, brostu yfir því hvað strákurinn var mannalegur. Þegar líða tók á morguninn lifnaði yfir börnum sem komið höfðu um nóttina og mörg tóku til við að leika sér í leiktækjum skólans og önnur úti við. Sigurður Magnússon, húsvörður í Hvolsskóla, segir ekki hægt að merkja mikinn mun á andrúmsloftinu í skólanum við rýminguna nú og þegar rýmt var vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. „Nema þá kannski helst að þetta er heldur rólegra núna,“ sagði hann kíminn. „Þá var rýmt á laugardagskvöldi og því eitthvað um ölvun. Samt gekk nú allt vel þá og engin ólæti.“ - óká Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. Framan af morgni var ekki ljóst hvort gos væri í raun hafið eða hvort aðeins væri um að ræða skjálftahrinu. Þó mátti heyra lítinn dreng, kannski á fimmta ári, lýsa því skorinort yfir við föður sinn, sem bar hann á handleggnum, að það væri „pirrandi að láta vekja sig svona, út af gosi“. Systir hans heldur yngri leiddi móður þeirra þar sem þau komu út úr skólanum á leið til ættingja. Foreldrarnir, sem og aðrir tilheyrendur, brostu yfir því hvað strákurinn var mannalegur. Þegar líða tók á morguninn lifnaði yfir börnum sem komið höfðu um nóttina og mörg tóku til við að leika sér í leiktækjum skólans og önnur úti við. Sigurður Magnússon, húsvörður í Hvolsskóla, segir ekki hægt að merkja mikinn mun á andrúmsloftinu í skólanum við rýminguna nú og þegar rýmt var vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. „Nema þá kannski helst að þetta er heldur rólegra núna,“ sagði hann kíminn. „Þá var rýmt á laugardagskvöldi og því eitthvað um ölvun. Samt gekk nú allt vel þá og engin ólæti.“ - óká
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira