Breski gosflugstjórinn yfir Eyjafjallajökli 14. september 2010 18:57 Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Breski flugstjórinn, sem frægastur er fyrir að bjarga risaþotu úr eldfjallaösku, flaug yfir Eyjafjallajökul í dag. Hann telur flugmálayfirvöld hafa gengið allt of langt í vor í að stöðva flug en líst ekki á blikuna ef Katla bærir á sér.Eric Moody er heiðursgestur alþjóðlegrar flugráðstefnu á vegum Keilis, sem hefst á Keflavíkurflugvelli í fyrramálið, um eldfjöll og flugsamgöngur. Einn frægasti atburður flugsögunnar, sem þessi flugstjóri lenti í yfir Indónesíu fyrir 28 árum, er í raun ástæða þess að flugmálayfirvöld stöðvuðu flug í Evrópu í vor vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Eric stýrði árið 1982 Boeing-747 þotu British Airways, sem flaug í gegnum gosmökk, en við það drapst á öllum fjórum hreyflunum og munaði engu að vélin færist með hátt í 300 manns um borð.Í dag var komið að Eric að sjá með eigin augum það eldfjall sem valdið hefur mestri röskun flugsögunnar. Hans fyrstu viðbrögð, þegar hann sá það, var að það hefði verið ótrúlegt að svona lítið eldfjall, í samanburði við mörg önnur, hefði getið valdið svo miklum usla.Hann telur þó að flugmálayfirvöld hafi gengið of langt í vor. Viðbrögðin í upphafi hefðu þó verið eðlileg en eftir tvo eða þrjá daga, ef menn hefðu getað mælt þéttleika öskunnar, hefðu þeir vitað að hún ætti ekki að valda vandræðum, og leyfa flug á ný.Rúmir þrír mánuði eru nú liðnir frá því að síðast varð vart við virkni í eldstöðinni. Þótt þessi tími sé notaður erlendis sem viðmið um hvenær eldgosi telst lokið taldi vísindamannaráð Almannavarna í gær ekki tímabært að lýsa yfir goslokum.Í því sambandi er meðal annars horft til þess að í eldgosinu sem hófst árið 1821 varð sex mánaða hlé áður en gosið tók sig upp að nýju.En Eric hafði gaman af því í dag að sjá rjúka upp úr gíg eldfjallsins, sem hann líkti við unga stúlku. Hann kærði sig hins vegar ekki um að næsti nágranni hennar færi af stað.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira