Óttast flótta lækna til einkasjúkrahúss 21. október 2010 06:00 heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira
heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Sjá meira