Stjarnan vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í Iceland Express-deild karla, 91-81. Alls fóru þrír leiki fram í deildinni í kvöld.
Stjörnumenn byrjuðu mjög vel í kvöld og voru með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 27-19.
Þessa forystu létu þeir aldrei af hendi en staðan í hálfleik var 52-42.
Justin Shouse fór mikinn í leiknum og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jovan Zdravevski skoraði nítján stig.
Hjá Njarðvík var Christopher Smith stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann tók átta fráköst.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi í kvöld.
Þá vann ÍR stórsigur á Tindastóli, 97-73, og Snæfell vann KFÍ á heimavelli, 125-117.
Sigur ÍR-ingar var eins og tölurnar gefa til kynna afar öruggur.
Það gekk mikið á í Stykkishólmi í kvöld en hvorki meira né minna en 142 stig voru skoruð í fyrri hálfleik. Staðan eftir hann var 79-63, Snæfelli í vil. Alls skoruðu sjö leikmenn yfir 20 stig í leiknum í kvöld. Þeira stigahæstur var Sean Burton með 29 stig.
ÍR-Tindastóll 97-73 (25-20, 24-22, 21-17, 27-14)
Stig ÍR: Nemanja Sovic 28/4 fráköst, Kelly Biedler 21/11 fráköst/4 varin skot, Ásgeir Örn Hlöðversson 9, Eiríkur Önundarson 8, Karolis Marcinkevicius 7, Vilhjálmur Steinarsson 7, Níels Dungal 5/6 fráköst, Kristinn Jónasson 4/5 fráköst, Bjarni Valgeirsson 3, Hjalti Friðriksson 3, Davíð Þór Fritzson 2.
Stig Tindastóls: Josh Rivers 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 17, Friðrik Hreinsson 11, Helgi Rafn Viggósson 9/12 fráköst, Dimitar Petrushev 6, Einar Bjarni Einarsson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Freyr Margeirsson 3, Þorbergur Ólafsson 2.
Snæfell-KFÍ 125-118 (43-26, 36-37, 23-29, 23-26)
Stig Snæfells: Sean Burton 29/6 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 25/6 stoðsendingar, Ryan Amaroso 24/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Atli Rafn Hreinsson 11/8 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10/5 fráköst, Lauris Mizis 5, Daníel A. Kazmi 0, Kristján Andrésson 0, Egill Egilsson 0, Gunnlaugur Smárason 0, Sveinn Arnar Davíðsson 0.
Stig KFÍ: Nebojsa Knezevic 27/5 fráköst, Carl Josey 26/7 fráköst, Craig Schoen 24/7 stoðsendingar/5 stolnir, Darco Milosevic 14/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 10, Hugh Barnett 10/4 fráköst, Ari Gylfason 7.
Stjarnan-Njarðvík 91-81 (27-19, 25-23, 26-23, 13-16)
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 9, Birkir Guðlaugsson 6, Ólafur Aron Ingvason 2, Kjartan Atli Kjartansson 1..
Stig Njarðvíkur: Christopher Smith 29/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 15, Kristján Rúnar Sigurðsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 5/4 fráköst, Lárus Jónsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Egill Jónasson 4/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 3.
Körfubolti