Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til 23. apríl 2010 05:30 Á Gatwick-flugvelli við London fagnaði Grace Taylor kærastanum sínum, honum Jan Barcikowski, sem komst loks frá Íslandi eftir margra daga töf. Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent