Þúsundir bíða enn bótanna 25. nóvember 2010 07:30 Þrátt fyrir tap vegna niðurfellingar flugs skila bresku flugfélögin góðum hagnaði.nordicphotos/AFP Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira