Eign Landic Property á Amager til sölu fyrir 20 milljarða 19. nóvember 2010 08:35 Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. Eignin sem hér um ræðir er kölluð SAS húsin á Amager en um er að ræða fjögur hús sem flugfélagið leigir undir starfsemi sína þar á meðal hótel. Hún er í eigu þrotabús Landic Property Bonds I. Í frétt um málið á business.dk segir að fjárfestirinn Ole Vagner hafi mikinn áhuga á að kaupa þessa eign en hann hefur reynt það áður án árangurs. Landic Protperty var meðal annars stofnað í kringum kaupin á fasteignafélaginu Keops sem var áður í eigu Vagner. Keops kemur við sögu bæði í rannsókn og húsleitum sérstaks saksóknara í vikunni sem og málinu sem slitastjórn Glitnis rekur gegn svokölluðum sjömenningum í New York. Nú er formlegt söluferli á SAS húsunum hafin en skiptastjóri þrotabús Landic Property Bonds I segir í tilkynningu að þrotabúið telji best að nýir eigendur taki við rekstrinum á þessari eign. Bygging SAS húsanna var fjármögnuð með 618 milljón danskra kr. láni frá þýskum banka. Þar að auki voru skuldabréf upp á 150 milljónir danskra kr. seld fjárfestum en eigið fé þrotabúsins er um 112 milljónir danskra kr. Í allt er um 989 milljónir danskra kr. að ræða sem þrotabúið vill fá fyrir þessa eign. Ole Vagner segir í samtali við business.dk að hann hafi áhuga á að kaupa eignina enda hafi hann reynt það áður. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eign í eigu þrotabús íslenska fasteignafélagsins Landic Property á Amager í Kaupmannahöfn er nú til sölu. Verðmæti hennar er metið á tæpan milljarð danskra kr. eða um 20 milljarða kr. Eignin sem hér um ræðir er kölluð SAS húsin á Amager en um er að ræða fjögur hús sem flugfélagið leigir undir starfsemi sína þar á meðal hótel. Hún er í eigu þrotabús Landic Property Bonds I. Í frétt um málið á business.dk segir að fjárfestirinn Ole Vagner hafi mikinn áhuga á að kaupa þessa eign en hann hefur reynt það áður án árangurs. Landic Protperty var meðal annars stofnað í kringum kaupin á fasteignafélaginu Keops sem var áður í eigu Vagner. Keops kemur við sögu bæði í rannsókn og húsleitum sérstaks saksóknara í vikunni sem og málinu sem slitastjórn Glitnis rekur gegn svokölluðum sjömenningum í New York. Nú er formlegt söluferli á SAS húsunum hafin en skiptastjóri þrotabús Landic Property Bonds I segir í tilkynningu að þrotabúið telji best að nýir eigendur taki við rekstrinum á þessari eign. Bygging SAS húsanna var fjármögnuð með 618 milljón danskra kr. láni frá þýskum banka. Þar að auki voru skuldabréf upp á 150 milljónir danskra kr. seld fjárfestum en eigið fé þrotabúsins er um 112 milljónir danskra kr. Í allt er um 989 milljónir danskra kr. að ræða sem þrotabúið vill fá fyrir þessa eign. Ole Vagner segir í samtali við business.dk að hann hafi áhuga á að kaupa eignina enda hafi hann reynt það áður.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira