Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun 16. júní 2010 13:16 Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.Þetta kemur fram í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Soros sem telur nánast óumflýjanlegt að kreppan muni skella á Evrópu að nýju í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða ríkisstjórna álfunnar. Aðgerða sem eiga að minnka gífurlegan fjárlagahalla hjá flestum ríkjunum sem samhliða glíma við miklar opinberar skuldir.„Þýskaland mun lykta eins og rósir á meðan að Evrópa mun sogast niður í djúpið," segir Soros. „Stöðnun mun ríkja í fjölda ára og hugsanlega verður ástandið enn verra."Soros segir að sparnaðaraðgerðirnar muni hafa þessar afleiðingar því að þær koma á sama tíma og eftirspurn er veik og bankakerfið brothætt. „Þetta er því áhættusöm leið," segir Soros.Fram kemur að Soros telur að regluskortur í kringum evruna og þá einkum hvernig ríki geti yfirgefið myntbandalagið feli í sér dauðann. „Innbyggðir veikleikar í evrukerfinu eru að koma upp úr kafinu í dag," segir Soros.Eitt land, Þýskaland, sker sig úr hópi Evrópuríkja, hvað framtíðarsýn Soros varðar. Hann segir að Þýskaland muni standa sig í kreppunni því landið njóti góðs af veikingu evrunnar. Sú veiking styrki útflutningsdrifið hagkerfi Þýskalands. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.Þetta kemur fram í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Soros sem telur nánast óumflýjanlegt að kreppan muni skella á Evrópu að nýju í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða ríkisstjórna álfunnar. Aðgerða sem eiga að minnka gífurlegan fjárlagahalla hjá flestum ríkjunum sem samhliða glíma við miklar opinberar skuldir.„Þýskaland mun lykta eins og rósir á meðan að Evrópa mun sogast niður í djúpið," segir Soros. „Stöðnun mun ríkja í fjölda ára og hugsanlega verður ástandið enn verra."Soros segir að sparnaðaraðgerðirnar muni hafa þessar afleiðingar því að þær koma á sama tíma og eftirspurn er veik og bankakerfið brothætt. „Þetta er því áhættusöm leið," segir Soros.Fram kemur að Soros telur að regluskortur í kringum evruna og þá einkum hvernig ríki geti yfirgefið myntbandalagið feli í sér dauðann. „Innbyggðir veikleikar í evrukerfinu eru að koma upp úr kafinu í dag," segir Soros.Eitt land, Þýskaland, sker sig úr hópi Evrópuríkja, hvað framtíðarsýn Soros varðar. Hann segir að Þýskaland muni standa sig í kreppunni því landið njóti góðs af veikingu evrunnar. Sú veiking styrki útflutningsdrifið hagkerfi Þýskalands.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira