Innlent

Eyjafjallajökull: Eðjuflóð í Svaðbælisá

Mikið eðjuflóð hófst í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum upp úr klukkan níu í morgun og vatnar yfir varnargarðana á svæðinu. Að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri, sem var staddur á brúnni yfir ánna fyrir stundu, sýnist þetta vera eðja frekar en vatn og að hún komi frá Eyjafjallajökli, eins og síðasta flóð þarna nýverið.

Hann sagði að síðan þá hafi ekkert verið gert við flóðgarðana og ekkert hreinsað upp úr farveginum, en mikill framburður hlóðst þar upp.

Ekki er vitað hvort skemmdir hafa orðið á túnum í flóðinu núna, en nú rétt fyrir tíu var það eitthvað farið að sjatna, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×