Áfram nú! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. október 2010 06:00 Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvennafríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðrum við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg verkefni sem okkur ber skylda til þess að vinna að. Kynbundið ofbeldi – ekki meirRíkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinnar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfélagi okkar. Það þrekvirki sem þolendur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Drekaslóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður - og yfir í það að beinast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarNú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað miklum árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstéttum sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að úrbótum á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttarvörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu samhengi að nefna aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli. Klukkan 14.25Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudaginn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna. Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafnrétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rannsóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandanum, en árangurinn er umdeilanlegur. Svo virðist sem samfélagið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum. Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetjum dagsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvennafríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðrum við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg verkefni sem okkur ber skylda til þess að vinna að. Kynbundið ofbeldi – ekki meirRíkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinnar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfélagi okkar. Það þrekvirki sem þolendur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Drekaslóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður - og yfir í það að beinast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarNú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað miklum árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstéttum sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að úrbótum á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttarvörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu samhengi að nefna aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli. Klukkan 14.25Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudaginn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna. Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafnrétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rannsóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandanum, en árangurinn er umdeilanlegur. Svo virðist sem samfélagið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum. Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetjum dagsins!
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun