Valgerður segir Guantanamó-áformin andvana fædd Þorbjörn Þórðarson. skrifar 6. desember 2010 12:00 Valgerður Sverrisdóttir Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún. WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún.
WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira