Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein 4. maí 2010 18:57 Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45