Útilokar ekki að höfða skaðabótamál 26. febrúar 2011 12:13 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum. Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum.
Icesave Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira