Útilokar ekki að höfða skaðabótamál 26. febrúar 2011 12:13 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum. Icesave Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum.
Icesave Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira