Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2025 13:04 Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var fundarstjóri fundarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi. Í vikunni var haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Suðurlandi á veitingastaðnum Fröken Selfoss í nýja miðbænum en fundurinn var haldin á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var einn af frummælendum og ræddi meðal annars húsnæðisstöðuna á Suðurlandi. „Já staðan á Suðurlandi er nokkuð góð á Suðurlandi. Það er verið að byggja í takti við íbúðaþörfina miðað við mannfjölgunina. Ég myndi segja miðað við aðstæður, krefjandi markaðsaðstæður þá er hún bara þokkaleg hérna á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er mikið af byggingu í byggingu á svæðinu núna? „Já sögulega er alveg mikið af byggingum í byggingu en það var meira í byggingu fyrir svona tveimur árum en það er eðlilegt að það fari aðeins niður núna þegar vextir eru svona háir. Það er bara vonandi að aðstæður fari að batni að við sjáum meira líf koma svo aftur.” Mikil íbúafjölgun hefur verið í Árborg síðustu ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Örn segir að fasteignaveð sé mun, mun lægra á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og það skýrir að miklu leyti fólksfjölgun á svæðinu. „Já það er gífurleg fólksfjölgun á Suðurlandi. Við höfum verið að sjá í öðrum landshlutum að þá eru mannfjöldaspár sveitarfélaganna ekki að standast, allavega ekki miðspár sveitarfélaganna, sem hefur verið meira nær lágspánni en á Suðurlandi er hún alveg í takti við áformin og þessi gífurlega fjölgun,” segir Jón Örn. En þarf að byggja mikið á Suðurlandi á næstu árum? „Já ef af áætlanir hjá sveitarfélögum ætla að ganga eftir þá þarf að byggja talsvert og þá bara að halda í þeim takti, sem hefur verið síðustu ár í uppbyggingu, passa að hann detti ekki niður. Þetta eru um 3.000 íbúðir á Suðurlandi, sem þarf að byggja og um 5.500 á næstu tíu árum,” segir Jón Örn að lokum. Góður rómur var gerður af fundinum enda gagnlegar upplýsingar sem komu þar fram. Hér eru tveir af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Í vikunni var haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Suðurlandi á veitingastaðnum Fröken Selfoss í nýja miðbænum en fundurinn var haldin á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var einn af frummælendum og ræddi meðal annars húsnæðisstöðuna á Suðurlandi. „Já staðan á Suðurlandi er nokkuð góð á Suðurlandi. Það er verið að byggja í takti við íbúðaþörfina miðað við mannfjölgunina. Ég myndi segja miðað við aðstæður, krefjandi markaðsaðstæður þá er hún bara þokkaleg hérna á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er mikið af byggingu í byggingu á svæðinu núna? „Já sögulega er alveg mikið af byggingum í byggingu en það var meira í byggingu fyrir svona tveimur árum en það er eðlilegt að það fari aðeins niður núna þegar vextir eru svona háir. Það er bara vonandi að aðstæður fari að batni að við sjáum meira líf koma svo aftur.” Mikil íbúafjölgun hefur verið í Árborg síðustu ár og ekkert lát virðist vera á þeirri fjölgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Örn segir að fasteignaveð sé mun, mun lægra á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og það skýrir að miklu leyti fólksfjölgun á svæðinu. „Já það er gífurleg fólksfjölgun á Suðurlandi. Við höfum verið að sjá í öðrum landshlutum að þá eru mannfjöldaspár sveitarfélaganna ekki að standast, allavega ekki miðspár sveitarfélaganna, sem hefur verið meira nær lágspánni en á Suðurlandi er hún alveg í takti við áformin og þessi gífurlega fjölgun,” segir Jón Örn. En þarf að byggja mikið á Suðurlandi á næstu árum? „Já ef af áætlanir hjá sveitarfélögum ætla að ganga eftir þá þarf að byggja talsvert og þá bara að halda í þeim takti, sem hefur verið síðustu ár í uppbyggingu, passa að hann detti ekki niður. Þetta eru um 3.000 íbúðir á Suðurlandi, sem þarf að byggja og um 5.500 á næstu tíu árum,” segir Jón Örn að lokum. Góður rómur var gerður af fundinum enda gagnlegar upplýsingar sem komu þar fram. Hér eru tveir af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira