Leita að Icesave-peningunum - Ólafur og Steingrímur tala ekki saman 23. febrúar 2011 20:30 Steingrímur J. Sigfússon. „Þetta eru eins og hverjir aðrir peningar, sumir fóru til Lúxemborg á meðan aðrir enduðu uppi í Breiðholti," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá Einum í kvöld, þegar hann var spurður hvert Icesave peningarnir hefðu farið. Steingrímur sagði peningana hafa farið í gegnum æðakerfi bankans eins og hann orðaði það, en skilanefndir með sína sérfræðinga væru að rannsaka það hvert peningarnir hefðu farið. „Og jafnvel undirbúa aðgerðir til þess að sækja þá," sagði Steingrímur og vitnaði í fréttir af Stöð 2 um málið. Hann sagði að þjóðin yrði upplýst um það hvert peningarnir færu jafnóðum og þinginu bærust þær upplýsingar. Spurður út í meintar hótanir sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði á orði í viðtali í Silfri Egils þar síðasta sunnudag, sagðist Steingrímur ekki tala um trúnaðarsamtöl sem hann hefði átt við forsetann síðastliðinn ár. Þá sagði Ólafur Ragnar að ráðamenn hefðu hótað afsögnum og jafnvel að ríkisstjórnin færi frá yrði Icesave-samkomulagið ekki samþykkt. Fram kom að Steingrímur og Ólafur Ragnar hafa ekki rætt saman síðan forsetinn synjaði lögunum um Icesave staðfestingar í janúar á síðasta ári. En þeir hittust áður á einkafundum. Slíkir fundir hafa ekki verið haldnir síðan þá. Icesave Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
„Þetta eru eins og hverjir aðrir peningar, sumir fóru til Lúxemborg á meðan aðrir enduðu uppi í Breiðholti," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá Einum í kvöld, þegar hann var spurður hvert Icesave peningarnir hefðu farið. Steingrímur sagði peningana hafa farið í gegnum æðakerfi bankans eins og hann orðaði það, en skilanefndir með sína sérfræðinga væru að rannsaka það hvert peningarnir hefðu farið. „Og jafnvel undirbúa aðgerðir til þess að sækja þá," sagði Steingrímur og vitnaði í fréttir af Stöð 2 um málið. Hann sagði að þjóðin yrði upplýst um það hvert peningarnir færu jafnóðum og þinginu bærust þær upplýsingar. Spurður út í meintar hótanir sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafði á orði í viðtali í Silfri Egils þar síðasta sunnudag, sagðist Steingrímur ekki tala um trúnaðarsamtöl sem hann hefði átt við forsetann síðastliðinn ár. Þá sagði Ólafur Ragnar að ráðamenn hefðu hótað afsögnum og jafnvel að ríkisstjórnin færi frá yrði Icesave-samkomulagið ekki samþykkt. Fram kom að Steingrímur og Ólafur Ragnar hafa ekki rætt saman síðan forsetinn synjaði lögunum um Icesave staðfestingar í janúar á síðasta ári. En þeir hittust áður á einkafundum. Slíkir fundir hafa ekki verið haldnir síðan þá.
Icesave Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira