500 milljarðar í viðbót ef allt fer á versta veg 22. febrúar 2011 12:10 Lárus Blöndal segir að ef Icesave samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu fari málið fyrir EFTA dómstólinn. Mynd/Arnþór Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef Icesave samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu fari málið fyrir EFTA dómstólinn. Eftirlitsstofnun EFTA hafi þegar hafið það ferli með áminningu, en bíði átekta eftir því hvort samningar takist milli þjóðanna. Andstæðingar Icesavesamninganna segja að samningurinn geti kostað Íslendinga allt að 200 milljarða ef forsendur breytist. En samninganefnd Íslands telur kostnaðinn geta orðið allt að 47 milljarðar. Lárus segir að til þess þurfi forsendur að breytast mjög mikið, gengið að falla um 50 próent og eignir þrotabús Landsbankans að rýrna mjög mikið. Falli gengið um 50 prósent þýddi það að Ísland hefði lent í öðru hruni. Ekki sé líklegt að eignir bankans rýrni mjög mikið, þær gætu jafnvel vaxið og þá feli dómstólaleiðin í sér mikla áhættu ef Ísland tapar málinu. Lárus segir eignir þrotabúsins að öllu líkindum duga til að greiða allan höfuðstól Icesave skuldanna. Mikill árangur hafi náðst með vextina í nýja samningnum sem sé hagstæðari hvað þá varðar upp á um 171 milljarða. Hann telji víst að ef Íslendingar tapi dómsmáli vegna Icesave muni Bretar og Hollendingar aldrei sætta sig við lægri vexti en þeir eru að taka af lánum til Íra í frjálsum samningum upp á 5,8 prósent í tenglsum við aðstoð Evrópusambandsins við þá. Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef allt fari á versta veg í dómsmáli vegna Icesave og ítrustu kröfum Breta og Hollendinga verði mætt, gætu 500 milljarðar til viðbótar lagst á íslenska ríkið. Samningaleiðin feli hins vegar í sér að kostnaður verði allt að 47 milljarðar króna. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave segir að ef Icesave samningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu fari málið fyrir EFTA dómstólinn. Eftirlitsstofnun EFTA hafi þegar hafið það ferli með áminningu, en bíði átekta eftir því hvort samningar takist milli þjóðanna. Andstæðingar Icesavesamninganna segja að samningurinn geti kostað Íslendinga allt að 200 milljarða ef forsendur breytist. En samninganefnd Íslands telur kostnaðinn geta orðið allt að 47 milljarðar. Lárus segir að til þess þurfi forsendur að breytast mjög mikið, gengið að falla um 50 próent og eignir þrotabús Landsbankans að rýrna mjög mikið. Falli gengið um 50 prósent þýddi það að Ísland hefði lent í öðru hruni. Ekki sé líklegt að eignir bankans rýrni mjög mikið, þær gætu jafnvel vaxið og þá feli dómstólaleiðin í sér mikla áhættu ef Ísland tapar málinu. Lárus segir eignir þrotabúsins að öllu líkindum duga til að greiða allan höfuðstól Icesave skuldanna. Mikill árangur hafi náðst með vextina í nýja samningnum sem sé hagstæðari hvað þá varðar upp á um 171 milljarða. Hann telji víst að ef Íslendingar tapi dómsmáli vegna Icesave muni Bretar og Hollendingar aldrei sætta sig við lægri vexti en þeir eru að taka af lánum til Íra í frjálsum samningum upp á 5,8 prósent í tenglsum við aðstoð Evrópusambandsins við þá.
Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira