Innlent

Skoðanakönnun: Rúmur helmingur kjósenda myndi staðfesta nýjan samning

Bessastaðir þar sem lögunum var synjað staðfestingar.
Bessastaðir þar sem lögunum var synjað staðfestingar.
Rétt rúmur helmingur þjóðarinnar myndi kjósa með Icesavelögunum kæmu þau til atkvæðagreiðslu í dag samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd í gær og í dag. MMR kannaði viðhorf Íslendinga til ákvörðunar forseta Íslands um að hafna nýjustu Icesave lögunum samþykkis.

Af þeim sem tóku afstöðu voru 60,7% sem sögðust styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýjustu Icesave lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá voru 57,7% þeirra sem tóku

afstöðu sem sögðust myndu kjósa með lögunum kæmu þau til atkvæðagreiðslu í dag, það er að samþykkja lögin.

Áberandi andstaða var við ákvörðun forsetans um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, en 74,3% þeirra kváðust ekki styðja ákvörðun forsetans. Á hinn bóginn voru 76,5% þeirra sem sögðust ríkisstjórninni andvígir sem kváðust styðja ákvörðun forsetans.

Ef horft er til afstöðu til komandi Icesave kosninga eftir stuðningi við stjórnmálaflokka má sjá að helmingur Sjálfstæðismanna (49,9%) hyggst kjósa með Icesave lögunum samanborið við 37,4% Framsóknarmanna, 83,1% Vinstri-grænna og 96,7% Samfylkingarfólks.

Hægt er að rýna betur í könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×