Tapist dómsmál gætum við verið gerð brottræk úr EES Heimir Már Pétursson. skrifar 21. febrúar 2011 18:48 Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur. Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Dómstólaleiðin ein stendur eftir ef þjóðin hafnar Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands. Tapi Íslendingar málinu gæti það leitt til þrýstings á að Íslendingar verði gerðir brottrækir úr Evrópska efnahagssvæðinu. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Ísland sem samdi um síðustu Icesavesamninga sem þjóðin mun greiða atkvæði um á næstu vikum. Hann segir himin og haf skilja þennan samning frá hinum fyrri og hann sé mun hagstæðari Íslendingum á allan hátt. Ef þjóðin felli samninginn sé dómstólaleiðin ein eftir. En Eftirlitsstofnun EFTA hefur þegar áminnt íslensk stjórnvöld og að samningi felldum færi málið til EFTA dómstólsins. Tapist það mál geti Bretar og Holendingar farið í skaðabótamál við íslenska ríkið, en líklegra sé að pólitískum þrýsingi vegna samstarfsins innan Evrópska efahagssvæðisins verði beitt. Nú er reiknað með að fjárskuldbinding Íslands gæti orðið allt að 47 milljarðar. En hún getur lækkað um tugi milljarða og jafnvel horfið ef gott verð fæst fyrir verðmætar eignir þrotabúsins eins og Iceland verslunarkeðjuna. Lárus segir miklar breytingar þurfa að verða á forsendum Icesavesamningsins til að hann leiði til stórfelldra fjárskuldbindinga fyrir íslenska ríkið, en sumir hafi nefnt þar allt að 200 milljarða. En þá þurfi gengið að falla um allt að 50 prósent og eignir þrotabúsins að rýrna mjög mikið. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var mjög andvígur fyrri Icesave samningum en fyrirvararar kenndir við hann eru innbyggðir í nýja samninginn. Hann sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ef Íslendingar töpuðu dómsmáli gætu þeir þurft að greiða margfalt það sem núverandi samningur feli í sér. Hann vilji því að samningurinn verði samþykktur.
Icesave Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira