Íslensk vefgátt að norðurslóðum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. mars 2011 06:00 Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir langa ræðu og spurningaflóð komu á eftir mér tveir vaskir menn í litríkum klæðum frumbyggja norðursins. Þeir kváðust hreindýrakarlar, annar frá nyrstu svæðum Noregs en hinn alla leið af norðanverðri Síberíu, og voru fulltrúar alþjóðasamtaka hreindýrafólks. Erindið þessara merkismanna var tvíþætt. Þeir vildu þakka Íslandi fyrir kraftmikinn stuðning við réttindamál þeirra, en ekki síður fyrir uppbyggingu langöflugustu vefgáttar um málefni norðurslóða.Í tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, sem ég hef lagt nýlega fram á Alþingi, er sérstaklega hvatt til þess að íslensk stjórnvöld styrki stöðu landsins sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegt norðurslóðastarf. Starfsemi Norðurslóðagáttarinnar sem teygir anga sína um allt norðurskautssvæðið og langt út fyrir það er frábært dæmi um slíka viðleitni. Fyrirtæki og stofnanir á norðurslóðum hafa verið leiðandi í að þróa og nýta veftækni á sviði heilsugæslu, umhverfisvöktunar, varðveislu og miðlun menningararfs og síðast en ekki síst við fjarkennslu. Þátttaka í slíkum verkefnum felur í sér áhugaverð sóknarfæri fyrir íslenska tækni og þekkingu eins og starfsmenn Norðurslóðagáttarinnar á Akureyri hafa sannað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Akureyringar geta sannarlega glaðst yfir að sjá svo blómstrandi fífil spretta upp í túnjaðri sínum.Ísland og hreindýrafólkið Heiðursmennirnir tveir vísuðu þar til Norðurslóðagáttarinnar, www.arcticportal.com, sem á síðustu árum hefur byggst upp með undraverðum hætti norður á Akureyri. Það kom mér nokkuð á óvart, þegar þeir sögðu mér að helstu tengsl og samskipti hreindýrahirðingja og bænda í sjö löndum norðursins væru um íslensku vefgáttina. Þeir sögðu að nú væru á annað hundrað þúsund manns á norðurhvelinu sem eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þeir dreifast um fámennustu og harðbýlustu svæði hins byggða heims. Langa hríð voru samskipti milli þeirra stopul og erfið. Nú hafa nýjungar í fjarskiptatækni og nettenging afskekktra byggðarlaga á norðurslóðum gjörbreytt möguleikum þeirra til innbyrðis samskipta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi. Það kom mér hins vegar á óvart, en gladdi mig mjög, að Ísland hefði lagt þar sitt pund á vogarskálarnar. Hreindýrakarlarnir lýstu því fyrir mér hversu mikilvæg íslenska norðurslóðagáttin, Arctic Portal, hefði verið við að byggja upp tengsl milli dreifðra samfélaga innan þessarar ævafornu atvinnugreinar. Hreindýrafólkið er þó síður en svo einu frumbyggjarnir sem njóta góðs af hinu íslenska frumkvæði. Starfsmenn hennar styðja dyggilega við bakið á ýmsum frumbyggjasamtökum með faglegri og tæknilegri aðstoð. Þetta hlutverk Norðurslóðagáttarinnar, sem þó er aðeins eitt af fjölmörgum, er vitaskuld frábært framlag gagnvart þessum nyrstu íbúum norðurhvelsins. Um leið er það afar mikilvægur stuðningur við eitt af lykilstefjunum í nýrri norðurslóðastefnu Íslands, en í henni er mælt sérstaklega fyrir kröftugu liðsinni Íslands við réttindabaráttu frumbyggja norðurhjarans.Öflugasta norðurslóðagáttin Norðurslóðagáttin er vistuð hjá Háskólanum á Akureyri og afsprengi hans í merg og bein enda fyrrverandi rektor, Þorsteinn Gunnarsson, frumkvöðull að íslensku háskólastarfi um norðurslóðir. Hún er í dag rekin af metnaðarfullum hópi ungra sérfræðinga undir öflugri forystu Halldórs Jóhannssonar arkitekts. Það var gaman að koma þangað í heimsókn á dögunum, og komast að því að flestir sem þar starfa, bráðum 14 talsins, brutu skurnina í útungunarvél Háskólans á Akureyri. Margir lögðu í árdaga frumkvæði Norðlendinga lið, þar á meðal utanríkisráðuneytið. Það endurspeglar hins vegar rækilega það álit og virðingu sem Norðurslóðagáttin hefur áunnið sér í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi að á síðasta ári var hún rekin næstum að öllu leyti fyrir erlent sjálfsaflafé. Má þar síðast nefna verkefni upp á 800 þúsund evrur sem tengist stóru alþjóðlegu verkefni um sífrerann á norðurslóðum.Upplýsing og kennsla Gáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norðurslóðasamtaka vítt um norðurhvelið hefur jafnframt sett þar upp vefsetur og vinnusvæði sín. Meðal þeirra má nefna tvo starfshópa Norðurskautsráðsins, Alþjóðlegu vísindanefndina um norðurslóðir, Alþjóðasamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum og Rannsóknarþing norðursins. Norðurslóðagáttin vinnur nú ásamt Háskóla norðurslóða að spennandi verkefni, sem felst í gerð heildstæðs námsgagna- og kennslukerfis til gagnvirkrar fjarkennslu í námskeiðum skólans. Háskólinn er samvinnunet fjölmargra háskóla á norðurslóðum og nemendur hans hafa aðgang að námskeiðum annarra skóla sem tengdir eru netinu sem skiptinemar eða í gegnum fjarnám og flestar íslenskar háskólastofnanir eru þátttakendur í þessu samstarfsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðla janúar var ég staddur í Tromsö í Norður-Noregi að kynna nýja stefnu Íslands um norðurslóðir á fjölmennri alþjóðlegri ráðstefnu. Sem ég var að halda úr háskólahlaðinu eftir langa ræðu og spurningaflóð komu á eftir mér tveir vaskir menn í litríkum klæðum frumbyggja norðursins. Þeir kváðust hreindýrakarlar, annar frá nyrstu svæðum Noregs en hinn alla leið af norðanverðri Síberíu, og voru fulltrúar alþjóðasamtaka hreindýrafólks. Erindið þessara merkismanna var tvíþætt. Þeir vildu þakka Íslandi fyrir kraftmikinn stuðning við réttindamál þeirra, en ekki síður fyrir uppbyggingu langöflugustu vefgáttar um málefni norðurslóða.Í tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, sem ég hef lagt nýlega fram á Alþingi, er sérstaklega hvatt til þess að íslensk stjórnvöld styrki stöðu landsins sem miðstöðvar fyrir alþjóðlegt norðurslóðastarf. Starfsemi Norðurslóðagáttarinnar sem teygir anga sína um allt norðurskautssvæðið og langt út fyrir það er frábært dæmi um slíka viðleitni. Fyrirtæki og stofnanir á norðurslóðum hafa verið leiðandi í að þróa og nýta veftækni á sviði heilsugæslu, umhverfisvöktunar, varðveislu og miðlun menningararfs og síðast en ekki síst við fjarkennslu. Þátttaka í slíkum verkefnum felur í sér áhugaverð sóknarfæri fyrir íslenska tækni og þekkingu eins og starfsmenn Norðurslóðagáttarinnar á Akureyri hafa sannað. Þeir eiga heiður skilinn fyrir það. Akureyringar geta sannarlega glaðst yfir að sjá svo blómstrandi fífil spretta upp í túnjaðri sínum.Ísland og hreindýrafólkið Heiðursmennirnir tveir vísuðu þar til Norðurslóðagáttarinnar, www.arcticportal.com, sem á síðustu árum hefur byggst upp með undraverðum hætti norður á Akureyri. Það kom mér nokkuð á óvart, þegar þeir sögðu mér að helstu tengsl og samskipti hreindýrahirðingja og bænda í sjö löndum norðursins væru um íslensku vefgáttina. Þeir sögðu að nú væru á annað hundrað þúsund manns á norðurhvelinu sem eiga líf sitt og afkomu undir hreindýrunum. Þeir dreifast um fámennustu og harðbýlustu svæði hins byggða heims. Langa hríð voru samskipti milli þeirra stopul og erfið. Nú hafa nýjungar í fjarskiptatækni og nettenging afskekktra byggðarlaga á norðurslóðum gjörbreytt möguleikum þeirra til innbyrðis samskipta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi. Það kom mér hins vegar á óvart, en gladdi mig mjög, að Ísland hefði lagt þar sitt pund á vogarskálarnar. Hreindýrakarlarnir lýstu því fyrir mér hversu mikilvæg íslenska norðurslóðagáttin, Arctic Portal, hefði verið við að byggja upp tengsl milli dreifðra samfélaga innan þessarar ævafornu atvinnugreinar. Hreindýrafólkið er þó síður en svo einu frumbyggjarnir sem njóta góðs af hinu íslenska frumkvæði. Starfsmenn hennar styðja dyggilega við bakið á ýmsum frumbyggjasamtökum með faglegri og tæknilegri aðstoð. Þetta hlutverk Norðurslóðagáttarinnar, sem þó er aðeins eitt af fjölmörgum, er vitaskuld frábært framlag gagnvart þessum nyrstu íbúum norðurhvelsins. Um leið er það afar mikilvægur stuðningur við eitt af lykilstefjunum í nýrri norðurslóðastefnu Íslands, en í henni er mælt sérstaklega fyrir kröftugu liðsinni Íslands við réttindabaráttu frumbyggja norðurhjarans.Öflugasta norðurslóðagáttin Norðurslóðagáttin er vistuð hjá Háskólanum á Akureyri og afsprengi hans í merg og bein enda fyrrverandi rektor, Þorsteinn Gunnarsson, frumkvöðull að íslensku háskólastarfi um norðurslóðir. Hún er í dag rekin af metnaðarfullum hópi ungra sérfræðinga undir öflugri forystu Halldórs Jóhannssonar arkitekts. Það var gaman að koma þangað í heimsókn á dögunum, og komast að því að flestir sem þar starfa, bráðum 14 talsins, brutu skurnina í útungunarvél Háskólans á Akureyri. Margir lögðu í árdaga frumkvæði Norðlendinga lið, þar á meðal utanríkisráðuneytið. Það endurspeglar hins vegar rækilega það álit og virðingu sem Norðurslóðagáttin hefur áunnið sér í hinu alþjóðlega rannsóknasamfélagi að á síðasta ári var hún rekin næstum að öllu leyti fyrir erlent sjálfsaflafé. Má þar síðast nefna verkefni upp á 800 þúsund evrur sem tengist stóru alþjóðlegu verkefni um sífrerann á norðurslóðum.Upplýsing og kennsla Gáttin veitir aðgang að margvíslegum upplýsingum um norðurslóðir, s.s. yfirlit um norðursiglingar, orkumál, fiskveiðar og loftslagsbreytingar. Fjöldi norðurslóðasamtaka vítt um norðurhvelið hefur jafnframt sett þar upp vefsetur og vinnusvæði sín. Meðal þeirra má nefna tvo starfshópa Norðurskautsráðsins, Alþjóðlegu vísindanefndina um norðurslóðir, Alþjóðasamtök félagsvísindamanna á norðurslóðum og Rannsóknarþing norðursins. Norðurslóðagáttin vinnur nú ásamt Háskóla norðurslóða að spennandi verkefni, sem felst í gerð heildstæðs námsgagna- og kennslukerfis til gagnvirkrar fjarkennslu í námskeiðum skólans. Háskólinn er samvinnunet fjölmargra háskóla á norðurslóðum og nemendur hans hafa aðgang að námskeiðum annarra skóla sem tengdir eru netinu sem skiptinemar eða í gegnum fjarnám og flestar íslenskar háskólastofnanir eru þátttakendur í þessu samstarfsneti.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun