Innlent

Rétt rúmur meirihluti segist ætla að samþykkja Icesave-lögin

Um 52% landsmanna segjast munu samþykkja lögin um Icesave ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag samkvæmt könnun sem Viðskiptablaðið lét MMR famkvæma fyrir sig.

Um 48% aðspurðra segist ætla að hafna lögunum. Vikmörkin eru 3,8%.

Þegar spurt var um afstöðu fólks til aðildar að Evrópusambandinu var greinilegt að þeir sem eru frekar eða mjög fylgjandi aðild Íslands að ESB vilja samþykkja Icesave.

Könnunin var framkvæmd af MMR dagana 8. – 11. mars. Um 900 einstaklingar svöruðu könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×