Chelsea komið áfram eftir markalaust jafntefli við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2011 19:15 Mynd/AP Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Chelsea komst í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir markalaust jafntefli í seinni leiknum á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í sextán liða úrslitunum. Liðsfélagar Sölva Geirs Ottensen börðust vel í kvöld en tapið í fyrri leiknum sá til þess að möguleikarnir voru afar litlir að komast áfram. Chelsea fór vissulega illa með mörg færi á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í kvöld en það kom ekki að sök því sæti liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar var ekki í mikilli hættu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Danmörku. Chelsea var mun sterkara liðið en Danirnir ógnuðu alltaf við og við og fengu vissulega færin til þess að skora í þessum leik. Það var samt áhyggjuefni fyrir heimamenn að þeir skyldu ekki ná að skora í það minnsta eitt mark í leiknum í kvöld. Didier Drogba hefur ekki skoraði í níu leikjum í röð og miðað við nokkrar afgreiðslur hans í kvöld þá kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Chelsea byrjaði leikinn af krafti og fékk tvö góð færi á 18. og 21. mínútu eftir frábæra sóknir þar sem Yuri Zhirkov var í aðalhlutverki. Fyrst átti Zhirkov skot framhjá en svo stakk honum boltanum inn á Nicolas Anelka sem lét Johan Wiland verja frá sér. Chelsea-menn sluppu með skrekkinn á 26. mínútu þegar Dame N'Doye átti frábært skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi sem small í stönginni á bak við Petr Cech. Yuri Zhirkov var ekkert hættur því á 33. mínútu var hann aftur nálægt því að skora en skaut framhjá af stuttu færi eftir flottan undirbúning frá þeim Didier Drogba og Nicolas Anelka. Didier Drogba fékk frábært færi í upphafi seinni hálfleiks en skaut framhjá og skömmu síðar komust varnarmenn fyrir skot frá Nicolas Anelka í góðu færi. John Mikel Obi skallaði síðan í slána í hornspyrnunni sem fylgdi í kjölfarið. Chelsea óð í færum en tókst ekki að opna markareikninginn og það dugði ekki fyrir Carlo Ancelotti að setja Fernando Torres inn á sem varamann á 67. mínútu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira