Hæstaréttarlögmenn: Megum ekki leika okkur að framtíð barnanna 16. mars 2011 17:53 Hæstaréttarlögmennirnir Garðar Garðarsson, Gestur Jónsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, Gunnar Jónsson, Jakob R. Möller, Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar H. Hall og Sigurmar K. Albertsson skrifuðu grein, sem þeir hafa sent fjölmiðlum, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir muni segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Greinin ber heitið: Dýrkeyptur glannaskapur. Í greininni segja lögmennirnir meðal annars: „Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesave-málsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur." Svo skrifa þeir að lokum: „Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn." Þessi grein kemur í kjölfar greinarflokks sem hefur birst eftir hæstaréttarlögmenn í Fréttablaðinu undanfarna daga og þeir lýsa yfir andstöðu við samningnum. Hægt er að nálgast grein hæstaréttarlögmannanna, sem er fylgjandi samningnum, í heild sinni hér fyrir neðan. Icesave Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Garðar Garðarsson, Gestur Jónsson, Guðrún Björg Birgisdóttir, Gunnar Jónsson, Jakob R. Möller, Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar H. Hall og Sigurmar K. Albertsson skrifuðu grein, sem þeir hafa sent fjölmiðlum, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir muni segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Greinin ber heitið: Dýrkeyptur glannaskapur. Í greininni segja lögmennirnir meðal annars: „Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesave-málsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur." Svo skrifa þeir að lokum: „Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn." Þessi grein kemur í kjölfar greinarflokks sem hefur birst eftir hæstaréttarlögmenn í Fréttablaðinu undanfarna daga og þeir lýsa yfir andstöðu við samningnum. Hægt er að nálgast grein hæstaréttarlögmannanna, sem er fylgjandi samningnum, í heild sinni hér fyrir neðan.
Icesave Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. 16. mars 2011 17:23