Litli Mexíkaninn skaut Manchester United áfram í átta liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Javier Hernandez Mynd/AP Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Sjá meira
Manchester United er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á frönsku meisturunum í Marseille. Það var litli Mexíkaninn Javier Hernández sem skoraði bæði mörk United í leiknum en hann hefur nú skorað sextán mörk á sinni fyrstu leiktíð á Old Trafford. Manchester United hafði leikið 24 heimaleiki í röð án taps og hafði heldur ekki tapað fyrir frönsku liði á Old Trafford. Það breyttist heldur ekki í kvöld þótt að United hafði spilað án beggja aðalmiðvarða sinni og misst báða bakverði sína meidda af velli. Javier Hernández fékk stóra tækifærið hjá Alex Ferguson og var búinn að koma Manchester United í 1-0 eftir fimm mínútur. Markið kom eftir undirbúning Ryan Giggs og sendingu frá Wayne Rooney en Hernández þurfti bara að setja boltann í tómt mark. Manchester United var með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum en Marseille fékk engu að síður tvö mjög góð færi í hálfleiknum sem hefði getað orðið United-liðinu dýrkeypt. Andre-Pierre Gignac fékk dauðafæri skömmu eftir markið en lyfti þá boltanum hátt yfir markið og á 36. mínútu fengu Frakkarnir annað fínt færi þegar Souleymane Diawara skallaði framhjá eftir fyrirgjöf frá Taye Taiwo. Marseille þurfti bara að skora eitt mark á meðan að United var bara með eins marks forskot en það breyttist á 75. mínútu þegar Javier Hernández var aftur réttur maður á réttum stað í markteignum og skoraði eftir flotta sendingu frá Ryan Giggs. Marseille fékk síðan góða hjálp á 82. mínútu þegar Wes Brown var fyrir því ólani að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu frá Matthieu Valbuena. Það stefndi því í taugatrekkjandi lokamínútur því aftur þurftu Frakkarnir bara að skora eitt mark. Manchester United liðið hélt hinsvegar út og tryggði sér sigurinn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15 Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23 Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Sjá meira
Inter sló út Bayern eftir ótrúlega endurkomu Inter Milan komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Bayern München á Allianz Arena í München í kvöld. Bayern fékk fjölda færa til þess að gulltryggja sigur sinn á Evrópumeisturum en Inter-menn gáfust ekki upp og tryggðu sér 3-2 sigur með því að skora tvisvar í seinni hálfleiknum. 15. mars 2011 19:15
Rooney: Ég er að fá boltann mun meira Wayne Rooney og félagar í Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Marseille á Old Trafford. Það var mikil spenna í leiknum allan tímann og sætið var aldrei tryggt fyrr en lokaflautið gall. 15. mars 2011 22:23
Ferguson: Þetta var taugatrekkjandi í kvöld Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat aldrei sitið rólegur í seinni leik Manchester United og Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Franska liðið þurfti bara að skora eitt mark stærsta hluta leiksins og var að skapa sér nokkur góð færi. Það var Javier Hernández sem tryggði United sætið í átta liða úrslitunum með tveimur mörkum. 15. mars 2011 22:14